Má banna foreldrum að koma í skólann?
Má skólastjóri banna pabba og mömmu að koma til mín í skólann eða á skólalóðina?
Hæ hæ,
Takk fyrir tölvupóstinn og góða spurningu. Einmitt núna eru skólar að vinna í því að börn geti byrjað í skólanum og haldið áfram í haust en það er erfitt því það þarf líka að fara eftir reglum út af Covid19. Skólalóðir og skólahúsnæði eru misjöfn svo í sumum skólum þarf að setja reglur sem þýða að foreldrar fá ekki að koma í skólann og þurfa að kveðja börnin sín við innganginn.
Það er skiljanlegt að mörgum foreldrum og börnum finnist það erfitt en vonandi verður þetta bara í stuttan tíma. Við þurfum öll að hjálpast að í þessu því þannig verður lífið fyrr eðlilegt fyrir okkur öll.
Þannig að á þessum tímum verða skólar að setja svona reglur svo svarið við spurningunni er já skólastjóri má banna pabba og mömmu þetta núna.
Gangi þér sem allra best í skólanum í haust og hafðu það gott,
Bestu kveðjur,