Áfengisaldur í Danmörku
15 ára stúlka
Ég er að fara í menntaskóla í danmörku og það er áfengis aldurinn 16 ára, meiga mamma og pabbi banna mér að drekka þar sem það er löglegt þar sem ég er í skóla?
Hæ.
Takk fyrir póstinn. Það er einmitt hlutverk foreldra að vernda börn frá því sem getur verið þeim skaðlegt og unglingadrykkja er svo sannarlega eitthvað sem er bæði skaðlegt og eitthvað sem enginn ætti að gera. Þar til maður er orðinn 18 ára þá geta foreldrar bannað manni að gera það sem er hættulegt eða getur verið skaðlegt manni, það er líka hlutverk foreldra að gera einmitt það. Það er ástæða fyrir því að áfengiskaupsaldurinn á Íslandi er 20 ár, því rannsóknir hafa einmitt sýnt hvað áfengisdrykkja er skaðleg fyrir unglinga. Það er vissulega rétt að danir hafa önnur aldursviðmið, en þar er unglingadrykkja líka mikið vandamál. Þetta var einu sinni mikið vandamál hér á Íslandi, en samfélagið tók ákvörðun um að vernda unglinga gegn drykkju áfengis, og það hefur gengið mjög vel.
Njóttu þess að vera að fara í menntaskóla, að kynnast nýju fólki og upplifa alls konar skemmtilega hluti, þetta er frábær tími sem er framundan hjá þér. Láttu áfengið bíða þangað til þú ert orðin eldri, foreldrar þínir hafa rétt fyrir sér í þessu og þau eru að hugsa um þína velferð og heilsu.
Gangi þér sem allra best.
Með góðri kveðju frá skrifstofu umboðsmanns barna