META

Kafli 2

Mat lagt á fyrirliggjandi upplýsingar

Á öðru stigi þarf að leggja mat á það hvernig hægt sé að tryggja réttindi barnsins og koma til móts við þarfir þess. Þá þarf að komast að niðurstöðu um hvað sé barninu fyrir bestu. Það er gert með því að vega og meta mismunandi atriði sem skipta máli fyrir barnið. Það er einnig mikilvægt að greina hvaða afleiðingum barnið mun verða fyrir.

Út frá þessu þarf að greina hvaða vægi mismunandi þættir eiga að hafa. Það vægi sem gefið er mismunandi þáttum ætti að leiða til niðurstöðu um hvað sé barninu fyrir bestu.

  • Það þarf að greina með nákvæmum hætti hversu mikið vægi hver og einn þáttur á að hafa og síðan þarf bera vægi þeirra saman. Í sumum tilfellum getur verið ósamræmi á milli mismunandi þátta t.d. þegar rannsóknir segja eitt en barnið vill eitthvað annað eða þá þegar barnið og foreldri þess eru ósammála um hvað sé barninu fyrir bestu.
  • Leggja ber mat á það hvort um sé að ræða jákvæðar eða neikvæðar afleiðingar og hvort mismunandi valkostir séu til þess fallnir að efla réttindi barna, draga úr þeim eða hvort einhverjir valkostir hafi lítil sem engin áhrif á réttindi barna. Hér þarf að leggja mat á áhrifin til bæði skemmri og lengri tíma.
  • Framkvæma þarf heildrænt mat til þess að komast að niðurstöðu um vægi mismunandi þátta. Markmiðið er að komast að niðurstöðu um hvernig sé hægt að gæta hagsmuna barnsins með sem bestum hætti til lengri og skemmri tíma. Komast þarf að niðurstöðu um hvað sé barninu fyrir bestu.
  • Vægi mismunandi þátta mun vera mismunandi mikið í hverju máli fyrir sig. Hér þarf t.d. að taka mið af viðkvæmri stöðu barnsins og hefur það sérstaka þýðingu í málum þar sem barnið er fyrir í viðkvæmri stöðu. Afstaða barns á að hafa aukið vægi eftir aldri og þroska barnsins. Ef vilji barnsins er skýr og ákvörðun í málinu hefur grundvallarþýðingu fyrir barnið ætti vilji þess að hafa mikið vægi.

Mikilvægar spurningar

  • Hvernig er hægt að tryggja réttindi barnsins á sem bestan hátt?
  • Hvað þarf að gera til þess að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar fyrir barnið?

  • Er tilefni til þess að gefa ákveðnum þáttum aukið vægi?

  • Hefur barnið fengið tækifæri til þess að segja sína skoðun og hversu mikið vægi á afstaða barnsins að hafa?


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica