Þegar málið snertir einstök börn eða afmarkaða hópa

Leiðbeiningunum er ætlað að veita aðstoð við framkvæmd allra þátta matsins á því sem börnum er fyrir bestu í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Hversu ítarlegt matið á að vera fer eftir eðli máls hverju sinni. Matið fer fram í skrefum, en vægi hvers og eins skrefs fer eftir eðli og umfangi máls og hversu miklum áhrifum á börn má gera ráð fyrir.

Eftirfarandi leiðbeiningar fjalla um framkvæmd mats á því sem börnum er fyrir bestu þegar ljóst er að aðgerðin snertir einstök börn eða afmarkaða hópa barna.


VITA

Kafli 1

Upplýsingaöflun

Það skiptir meginmáli að fullnægjandi upplýsingar séu fyrir hendi sem varpa ljósi á stöðu barnsins. 

META

Kafli 2

Mat lagt á fyrirliggjandi upplýsingar

Á öðru stigi þarf að leggja mat á það hvernig hægt sé að tryggja réttindi barnsins og koma til móts við þarfir þess. Þá þarf að komast að niðurstöðu um hvað sé barninu fyrir bestu. Það er gert með því að vega og meta mismunandi atriði sem skipta máli fyrir barnið. Það er einnig mikilvægt að greina hvaða afleiðingum barnið mun verða fyrir.

VEGA

Kafli 3

Aðrir hagsmundir vegnir saman við bestu hagsmuni barnsins

Á þessu stigi þarf að vega bestu hagsmuni barnsins saman við aðra hagsmuni sem eru til staðar og komast að niðurstöðu í málinu. 

 

BIRTA

Kafli 4

Skráning og birting

Að lokum þarf að skrá allt sem hefur verið gert á fyrri stigum. Það er mikilvægt að skrá allt ferlið til þess að hægt sé að sýna fram á að mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barnsins og að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica