Þegar málið snertir einstök börn eða afmarkaða hópa

Leiðbeiningunum er ætlað að veita aðstoð við framkvæmd allra þátta matsins á því sem börnum er fyrir bestu í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Hversu ítarlegt matið á að vera fer eftir eðli máls hverju sinni. Matið fer fram í skrefum, en vægi hvers og eins skrefs fer eftir eðli og umfangi máls og hversu miklum áhrifum á börn má gera ráð fyrir.

Eftirfarandi leiðbeiningar fjalla um framkvæmd mats á því sem börnum er fyrir bestu þegar ljóst er að aðgerðin snertir einstök börn eða afmarkaða hópa barna.


Umfang matsins

Kafli 1

Leiðbeiningunum er ætlað að veita aðstoð við framkvæmd allra þátta matsins á því sem börnum er fyrir bestu í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Hversu ítarlegt matið á að vera fer eftir eðli máls hverju sinni. Matið fer fram í skrefum, en vægi hvers og eins skrefs fer eftir eðli og umfangi máls og hversu miklum áhrifum á börn má gera ráð fyrir.

Réttindi barna sem til álita koma

Kafli 2

Það skiptir meginmáli að fyrir liggi upplýsingar um það hvaða réttindi barna koma til álita við meðferð tiltekins máls. Barnasáttmálinn er vegvísir á þeirri vegferð en ávallt ber að líta til meginreglna sáttmálans við matið á því sem börnum er fyrir bestu. 

Öflun gagna og könnun á regluverki

Kafli 3

Áður en ráðist er í framkvæmd mats á því sem barni er fyrir bestu, þurfa að liggja fyrir nauðsynleg gögn og upplýsingar, eins og t.d. um gangreyndar aðferðir, tölfræðileg gögn og niðurstöður rannsókna. Mikilvægt er að fram komi í gögnum málsins á hvaða gögnum og upplýsingum var byggt við framkvæmd matsins.

Þátttaka barna

Kafli 4

Taka ber tillit til sjónarmiða barna

Að tekið sé réttmætt tillit til skoðana barna á málum sem áhrif hafa á þau er grundvallarforsenda þess að unnt sé að leggja mat á það sem börnum er fyrir bestu. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga skoðanir barna að hafa mismikið vægi eftir aldri þeirra og þroska.

Valkostir tilgreindir og mat lagt á áhrif þeirra

Kafli 5

Leggja þarf sérstakt mat á það hvaða áhrif mismunandi valkostir hafa á börn og réttindi þeirra til lengri eða skemmri tíma. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica