Þegar málið snertir einstök börn eða afmarkaða hópa
Leiðbeiningunum er ætlað að veita aðstoð við framkvæmd allra þátta matsins á því sem börnum er fyrir bestu í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Hversu ítarlegt matið á að vera fer eftir eðli máls hverju sinni. Matið fer fram í skrefum, en vægi hvers og eins skrefs fer eftir eðli og umfangi máls og hversu miklum áhrifum á börn má gera ráð fyrir.
Eftirfarandi leiðbeiningar fjalla um framkvæmd mats á því sem börnum er fyrir bestu þegar ljóst er að aðgerðin snertir einstök börn eða afmarkaða hópa barna.