BIRTA

Kafli 4

Skráning og birting

Að lokum þarf að skrá allt sem hefur verið gert á fyrri stigum. Það er mikilvægt að skrá allt ferlið til þess að hægt sé að sýna fram á að mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barnsins og að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins.

  • Skrá þarf röksemdarfærsluna. Þar þarf að koma fram hvaða upplýsinga hafi verið aflað, hvaða lagaákvæði hafi komið til skoðunar og hvaða staðreyndir liggja til grundvallar.
  • Það þarf að greina frá því hvernig mat var lagt á bestu hagsmuni barnsins. Hér þarf að greina sérstaklega frá atriðum sem höfðu afgerandi áhrif á niðurstöðu matsina og vægi þessa atriða.
  • Að lokum þarf að greina frá því hversu mikið vægi bestu hagsmuni barnsins höfðu við ákvörðun um niðurstöðu málsins.

Mikilvægar spurningar

  • Hvernig hefur skráning verið á upplýsingum?
  • Hvernig er sýnt fram á mismunandi vægi ólíkra atriða við mat á bestu hagsmunum barnsins?

  • Hvaða vægi höfðu bestu hagmunir barnsins þegar ákvörðun var tekin í málinu?


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica