VEGA

Kafli 3

Á þessu stigi þarf að vega aðra hagsmuni og atriði saman við bestu hagsmuni barna og taka ákvörðun.  

 

Þegar þú hefur komist að niðurstöðu um hvað sé í samræmi við bestu hagsmuni barna þarf að líta til annarra hagsmuna og atriða sem hafa þýðingu og vega þá saman. Hér getur t.d. verið um að ræða fjárhagslega hagsmuni og skilvirkni.

Matið getur leitt í ljós að í málinu vegast á ólíkir hagsmunir. Ýmist geta hagsmunir mismunandi hópa barna rekist á, eða hagsmunir barna reksat á við aðra hópa í samfélaginu eða réttindi barna rekast á við samfélagslega hagsmuni. Ef svo er, ber að tilgreina hvaða mótvægisaðgerðir koma til greina, sem þjóna þá þeim tilgangi að tryggja, að þó svo að það sem barni er fyrir best hafi ekki mest vægi, sé þó tekið tillit til hagsmuna og réttinda þeirra.

Hversu mikið vægi það sem börnum er fyrir bestu á að hafa fer eftir eðli máls hverju sinni. Bestu hagsmunir barna eiga að hafa aukið vægi í málum sem hafa mikla þýðingu fyrir börn eða ef um er að ræða málefni sem börn hafa sterkar skoðanir á

Það þarf að greina með skýrum hætti hvaða hagsmunir eða atriði það eru í viðkomandi máli sem eru ekki í samræmi við bestu hagsmuni barna og einnig þarf að greina vægi þessa atriða. Samkvæmt lögum á það sem er barni fyrir bestu að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Það þarf þess vegna mikið að koma til ef aðrir hagsmuni eiga að vega þyngra. Þá þarf jafnframt að vera hægt að rökstyðja þá niðurstöðu. 

Mikilvægar spurningar

  • Eiga bestu hagsmunir barna að hafa aukið vægi í þessu máli?

  • Rökstyðja þarf ef aðrir hagsmunir hafa meira vægi en bestu hagsmunir barna?

  • Voru aðrir hagsmunir ráðandi við töku ákvörðunarinnar og er greint frá því í gögnum málsins sem og mótvægisaðgerðunum sem grípa á til

  • Hvað leiðir matið í ljós að sé börnum fyrir bestu?

  • Er niðurstaða málsins í samræmi við það sem börnum er fyrir bestu?Er búið að skrá það sem hefur áhrif á mat á því sem er börnum fyrir bestu?


 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica