• Asa-steinarsdottir-g-6smVMhXVE-unsplash

Þegar aðgerð snertir börn með almennum hætti

Þessum leiðbeiningum er ætlað að aðstoð við framkvæmd á mati á bestu hagsmunum barna. Hversu ítarlegt matið á að vera fer eftir eðli máls hverju sinni. Matið fer fram í skrefum, en vægi hvers og eins skrefs fer eftir eðli og umfangi máls og hversu miklum áhrifum á börn má gera ráð fyrir.

Undirbúningur

Margar ákvarðanir og ráðstafanir hafa áhrif á börn. Áður en hafist er handa við að meta bestu hagsmuni barna þarf að gera grein fyrir því hvort um óbein eða bein áhrif á börn er að ræða. Þá þarf að huga að fullnægjandi gagnaöflun og þátttöku barna.

Ef börn verða fyrir áhrifum þarf að leggja mat á bestu hagsmuni barna.



VITA

Kafli 1

Upplýsingaöflun 

Til þess að hægt sé að framkvæma mat á bestu hagsmunum barna þurfa öll nauðsynleg gögn að liggja fyrir sem varpa ljósi á áhrif málsins á réttindi barna. 

META

Kafli 2

Mat lagt á fyrirliggjandi upplýsingar

Á þessu stigi þarf að meta hvernig hægt sé að tryggja réttindi barna með sem bestum hætti. Það þarf einnig að greina mögulegar afleiðingar á stöðu barna og réttindi þeirra og ákveða hvað myndi vera í samræmi við bestu hagsmuni barna. 

VEGA

Kafli 3

Á þessu stigi þarf að vega aðra hagsmuni og atriði saman við bestu hagsmuni barna og taka ákvörðun.  

BIRTA

Kafli 4

Í lokaskrefinu þarf að skrá það sem hefur verið gert á fyrri skrefum. Það er mikilvægt að allt sé skráð til þess að aðrir geti kynnt sér hvernig matið hafi farið fram. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica