Þegar aðgerð snertir börn með almennum hætti
Þessum leiðbeiningum er ætlað að aðstoð við framkvæmd á mati á bestu hagsmunum barna. Hversu ítarlegt matið á að vera fer eftir eðli máls hverju sinni. Matið fer fram í skrefum, en vægi hvers og eins skrefs fer eftir eðli og umfangi máls og hversu miklum áhrifum á börn má gera ráð fyrir.
Undirbúningur
Margar ákvarðanir og ráðstafanir hafa áhrif á börn. Áður en hafist er handa við að meta bestu hagsmuni barna þarf að gera grein fyrir því hvort um óbein eða bein áhrif á börn er að ræða. Þá þarf að huga að fullnægjandi gagnaöflun og þátttöku barna.
Ef börn verða fyrir áhrifum þarf að leggja mat á bestu hagsmuni barna.