BIRTA
Kafli 4
Í lokaskrefinu þarf að skrá það sem hefur verið gert á fyrri skrefum. Það er mikilvægt að allt sé skráð til þess að aðrir geti kynnt sér hvernig matið hafi farið fram.
Röksemdafærslan þarf að vera skráð og þar þarf að koma fram á hvaða þekkingu matið byggir, hvaða lagaákvæði hafi komið til skoðunar og hvað staðreyndir liggi til grundvallar ákvörðuninni. Þá þarf að greina frá þeim atriðum sem höfðu þýðingu við mat á því sem er börnum fyrir bestu og hversu mikið vægi ólíkir hagsmunir höfðu.
Mikilvægar spurningar
-
Er búið að skrá það sem hefur áhrif á mat á því sem er börnum fyrir bestu?
-
Er búið að skrá vægi ólíkra atriða á bestu hagmuni barna?
-
Er búið að skrá vægi ólíkra hagsmuna í samanburði við vægi bestu hagsmuna barna á niðurstöðu málsins?
Ákvörðun...
Ef það hefur verið farið eftir þeim skrefum sem tilgreind eru í þessum leiðbeiningum á að vera hægt að leggja mat á hvað sé í samræmi við bestu hagsmuni barna. Það er mikilvægt að muna að niðurstaðan þarf að vera rökstudd með þeim hætti að ljóst sé á hvaða upplýsingum ákvörðunin byggir, með hvaða hætti hafi verið lagt mat á bestu hagsmuni barna, hvaða vægi bestu hagsmunir barns höfðu á niðurstöðu þessa máls.