Eftirfylgni og upplýsingagjöf til þeirra sem aðkomu höfðu að málinu

Kafli 7

Það skiptir máli að þau börn sem hafa tekið þátt í ferlinu og tjáð skoðanir sínar og sem fyrirsjáanlegt er að málið muni hafa áhrif á, fái upplýsingar um það hvernig matið á því sem börnum er fyrir bestu fór fram og hver endanleg niðurstaða var.

Eftirfylgni og upplýsingagjöf til barna

Huga þarf sérstaklega að því að gera upplýsingarnar aðgengilegar og barnvænar þannig að börnin skilji á hverju ákvörðunin byggir og hverjar geta orðið afleiðingarnar af henni fyrir þau.

Hér má lesa meira um það hverju ber að huga að þegar verið er að aðlaga upplýsingar að börnum.

Hér má lesa meira um það hvernig hægt er að búa til góðar forsendur fyrir því að eiga samtal við börn.

 

Gátlisti: Mat

  • Hefur það verið skráð í gögn málsins hvernig á að tryggja eftirfylgni og upplýsingagjöf til barna?

Fylgja þarf eftir áhrifum ákvörðunarinnar

Til þess að tryggja að ákvörðunin hafi tilætluð áhrif þarf að fylgja henni eftir og leggja mat á árangurinn. Hugtakið „það sem börnum er fyrir bestu“ er í stöðugri þróun og tekur breytingum í takt við samfélagslegar breytingar og aukna þekkingu á hagsmunum, þörfum og réttindum barna. Það þýðir að ákvörðun sem grundvallast á mati á því sem börnum er fyrir bestu þarf því að fá rýni og jafnvel endurskoðun eftir atvikum.

Gátlisti

  • Hafa sjónarmið barnanna sem hafa tekið þátt í ferlinu verið skráð í gögn málsins? 

  • Hefur verið sett áætlun um það hvernig fylgja á málinu eftir?

 

Þegar málið snertir einstök börn eða afmarkaða hópa barna

Seinni hluti - þegar ákvarðanir eða aðgerðir varða einstök börn eða afmarkaða hópa barna.

Sjá nánar

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica