Krakkakosningar 2024
Krakkakosningar fara fram í tengslum við alþingiskosningarnar sem verða þann 30. nóvember nk.
Krakkakosningar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV. Þetta eru sjöundu Krakkakosningarnar sem fara nú fram í tengslum við komandi alþingiskosningar. Eins og áður er framkvæmd kosninganna í höndum hvers skóla, bekkjar eða bekkjardeildar.
Kosningarnar fara fram í grunnskólum landsins á tímabilinu 25. - 27. nóvember á þeim tíma sem hentar hverjum bekk eða skóla. Kennarar safna atkvæðunum saman og senda niðurstöður kosninganna inn í gegnum slóð sem send er á alla grunnskóla landsins.
Kynningar frá stjórnmálaflokkum
Kynningar frá framboðum munu birtast í innslögum í Krakkafréttum vikuna fyrir kosningar en þær verða einnig aðgengilegar í heild sinni á vefsíðu KrakkaRÚV.
Kynningar frá stjórnmálaflokkumKjörseðill
Alls hafa 10 stjórnmálaflokkar skilað inn framboðum á landsvísu og einn í Reykjavík norður. Nánari upplýsingar um kosningarnar eru að finna á vefsíðu tileinkaða alþingiskosningunum .
Hér má nálgast kjörseðla fyrir Krakkakosningar í tveimur stærðum sem skólar geta prentað og notað að vild í sínum Krakkakosningum.
Kjörseðill í A4 stærðKjörseðill í A5 stærð
Niðurstöður
Niðurstöður úr skólum þurfa að hafa borist í síðasta lagi fimmtudaginn 28. nóvember fyrir kl. 13:00 inn á sérstaka vefslóð sem send verður á alla grunnskóla á landinu. Ef þinn skóli eða bekkur hefur ekki fengið þá vefslóð senda þá er hægt að senda okkur póst á ub@barn.is til að fá hann sendan.
Niðurstöður Krakkakosninga verða tilkynntar í upphafi Kosningavöku RÚV þann 30. nóvember nk.
Kosningafundur barna
Á degi mannréttinda barna fór fram kosningafundur barna þar sem fulltrúar allra framboða á landsvísu svöruðu spurningum um helstu áherslur flokkana í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem eru börnum efst í huga.
https://youtu.be/f3Bz7rIow5M?si=2dOxIPJPzUNNqjCm
Annað
Hægt er að finna umfjöllun um forsetakosningarnar víða. Hér eru nokkrar síður sem hægt er að nýta.