Upptaka frá kosningafundi barna
Hér má finna upptöku af kosningafundi barna sem haldinn var í Norræna húsinu á degi mannréttinda barna.
Kosningafundurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir börn til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á þeim. Fundurinn var í umsjón ráðgjafarhóps umboðsmanns barna.
https://youtu.be/f3Bz7rIow5M?si=2dOxIPJPzUNNqjCm
Þátttakendur á kosningafundi barna ...
Samtalinu við framboðin var skipt í þrjá hluta þar sem fulltrúar þeirra voru til svara í hvert skipti.
Þátttakendur í fyrsta hluta:
- Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki,
- Sanna Magdalega Önnudóttir, Sósíalistaflokki
- Kolbrún Baldursdóttir fyrir svörum.
- Spyrlar voru París Anna, Dagur og Lilja frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna.
Þátttakendur í öðrum hluta:
- Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki,
- Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Miðflokki,
- Hildur Þórðardóttir, Lýðræðisflokki,
- Gísli Rafn Ólafsson, Pírötum.
- Spyrlar voru Baldvin, Aldís, Magnea og Indriði frá ráðgjafarhópnum.
Þátttakendur í þriðja hluta:
- Jón Gnarr, Viðreisn,
- Dagbjört Hákonardóttir, Samfylking,
- Finnur Ricart, Vinsti grænum.
- Spyrlar voru Sigtryggur, Stef og Fannar frá ráðgjafarhópnum.
KrakkaRÚV og umboðsmaður barna standa fyrir krakkakosningum í fjölmörgum grunnskólum landsins og er þetta í sjöunda sinn sem þær fara fram. Markmið krakkakosninga er að kynna kosningarnar fyrir börnum og gefa þeim tækifæri á því að láta skoðanir sínar í ljós. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk.