14. janúar 2022

Strætó og sýnatökur

Umboðsmaður barna hafa borist svör við bréfum sem embættið sendi til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Strætó BS. Erindi snúa annars vegar að hækkun á árskorti ungmenna og að sýnatökum á börnum hins vegar.  

Embættið fær töluvert af ábendingum um hin ýmsu málefni. Oft gefa þær ábendingar tilefni til frekari athafna af hálfu umboðsmanns barna eins og t.d. bréfaskrif til þeirra sem ábendingin beinist að.

 Meðal þeirra bréfa sem umboðsmaður sendi varðar hækkun á árskorti ungmenna hjá Strætó Bs. eftir ábendingu bæði frá foreldrum og ungmennum. Umboðsmaður taldi þá hækkun ekki samræmast bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu og óskaði því eftir nánari útskýringu á þeirri ákvörðun. Svar frá Strætó Bs. barst með tölvupósti þann 13. janúar 2022.

Þá fékk embættið ábendingu vegna langra biðraða og óbarnvæns umhverfis við pcr-sýnatöku á börnum. Umboðsmaður brást við þeirri ábendingu með bréfi til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þann 30. desember 2021. Svar barst umboðsmanni með tölvupósti þann 13. janúar 2022. 

Ítarefni: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica