25. júlí 2024

Samræmt námsmat og skýrsla um framkvæmd skólahalds

Umboðsmaður barna sendi mennta- og barnamálaráðherra bréf um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. 

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. Þá óskar umboðsmaður einnig eftir upplýsingum um hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Einnig er óskað eftir upplýsingum um það hvenær skýrsla um framkvæmd skólahalds verði lögð fyrir Alþingi en ráðherra ber að gera það á þriggja ára fresti.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica