22. ágúst 2024

Viðbrögð við svari ráðuneytis

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna svars sem barst embættinu um samræmt námsmat og skýrslu um framkvæmd skólahalds.  

Þann 25. júlí sl. sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir eftir upplýsingum um stöðu innleiðingar á nýju samræmdu námsmati og skýrslu um framkvæmd skólahalds. 

Svar barst frá ráðuneytinu þann 19. ágúst sem sló ekki á áhyggjur embættisins af innleiðingu á nýju samræmdu námsmati og eftirliti ráðherra með framkvæmd skólastarfs. Umboðsmaður barna sendi því annað bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins í dag þar sem þær áhyggjur voru áréttaðar. 

Bréf umboðsmanns barna til mennta- og barnamálaráðherra dagsett 22. ágúst 2024.

Tengdar fréttir: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica