19. júní 2024

Reynsla barna frá Grindavík

Á sýningunni „að allir séu óhultir“, sem opnaði í Lestrasal Safnahúsins 17. júní sl. var forsætisráðherra afhent skýrsla með niðurstöðum fundar barna frá Grindavík með umboðsmanni barna. 

Verkin á sýningunni eru afrakstur myndlistarnámskeiðs sem Listasafn Íslands hélt í samstarfi við umboðsmann barna og var undir handleiðslu myndlistarfólksins Margrétar H. Blöndal og Kolbeins Huga. Verkin sem sýnd eru voru unnin út frá reynslu barna frá Grindavík sem þurftu að flýja heimili sín 10. nóvember 2023. Þá voru einnig sýndur hluti gagna frá fundi sem umboðsmaður barna hélt með börnum frá Grindavík í byrjun mars. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Salvör Nordal, umboðsmaður barna fluttu ávarp við opnunina.

Srs_9186_53803176342_o

Srs_9220_53804549765_o

 

Skýrsla afhent forsætisráðherra

Að ávarpi loknu afhentu börn frá Grindavík, þau Bergþóra, Lena, Ágústa, Þórgunnur og Sigtryggur Máni forsætisráðherra skýrslu með niðurstöðum fundarins sem haldinn var í mars. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að samvera er börnunum ofarlega í huga og fannst þeim jákvætt að fá að vera með fjölskyldu sinni og fá tækifæri til að hitta aðra ættingja. Það var hins vegar erfitt að þurfa að flýja heimili sín í Grindavík og þau upplifðu mikla sorg, óánæglu og söknuð vegna þess þá voru þau þakklát fyrir að hafa fengið fljótt húsnæði og tækifæri til að kynnast nýju umhverfi.

Skýrsla með niðurstöðum fundar barna úr Grindavík með umboðsmanni barna.

Í skýrslunni koma fram skýr skilaboð frá börnunum sem voru á ýmsa vegu.

Ánægð að eiga húsaskjól

 

Ég sakna vina minna úr Grindavík

Við erum ekki öll í sama skóla

Getum við fengið betri útskýringar á því sem er að gerast?

Srs_9265_53804438229_o

Srs_9340_53804438254_o

Srs_9347_53803176377_o

17juni5

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica