25. janúar 2022

Um hækkun Strætó á ungmennakortum

Í lok desember sendi embættið bréf til framkvæmdarstjóra og stjórnar Strætó vegna nýrrar gjaldskrár og hækkunar á ungmennakortum. Nægilegar skýringar á hækkun hafa ekki borist og sendi umboðsmaður barna annað bréf. 

 

 

Með bréfi sínu ítrekar umboðsmaður barna ósk sína um upplýsingar og skýringar um hækkun ungmennakorta. Viðtakendur bréfsins eru auk stjórnar og framkvæmdarstjóra Strætó bs., borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar, Kópavogsbæjar og Seltjarnarnesbæjar. 

Í bréfinu er sérstaklega bent á að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga um umboðsmann barna, nr. 83/1994, er stjórnvöldum skylt að veita umboðsmanni barna allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu og unnið að því að stjórnvöld taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna, á öllum sviðum samfélagsins.

Ítarefni: 

Uppfært 20. október 2022


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica