31. mars 2021

Skólahúsnæði Fossvogsskóla

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til borgarstjóra þar sem m.a. er kallað eftir því að Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á viðbrögðum og aðgerðum vegna ástands á húsnæði Fossvogsskóla. 

Mygla greindist fyrst í húsnæði Fossvogsskóla árið 2019 og á þeim tíma hefur starfsemi skólans tvívegis verið færð í annað skólahúsnæði. Í þetta sinn fer starfsemin fram í húsnæði Korpuskóla og eru nemendur keyrðir í rútum frá Fossvogsskóla í Korpuskóla og til baka að degi loknum. Óvíst er hversu lengi sú ráðstöfun mun standa yfir. 

Í bréfi sínu kallar umboðsmaður barna meðal annars eftir því að:

Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á viðbrögðum og aðgerðum skóla- og borgaryfirvalda vegna ástands húsnæðis Fossvogsskóla og kynni þær niðurstöður fyrir skólasamfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að skýrir verkferlar séu til staðar sem tryggja rétt og tímanleg viðbrögð þar sem kveðið er á um þær aðgerðir sem grípa á til þegar mál sem þessi koma upp í einhverjum af skólum borgarinnar. Reykjavíkurborg þarf að setja slíka verkferla, kynna þá fyrir starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum og gera þá aðgengilega.

Umboðsmaður fékk ábendingu frá barni á síðasta ári þar sem fram komu áhyggjur nemenda varðandi húsnæði skólans. Í kjölfar þess erindis sendi embættið bréf til skrifstofu borgarstjóra og skólastjóra Fossvogsskóla með hvatningu um að huga sérstaklega að rétti barna samkvæmt ákvæðum Barnasáttmálans. 

Ítarefni:

Uppfært 08. júní 2021: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica