Ástand á skólahúsnæði
Umboðsmanni barna hefur borist erindi þar sem fram koma áhyggjur nemenda í Fossvogsskóla vegna ástands á húsnæði skólans og framkvæmda vegna myglu og raka.
Í kjölfar þess erindis hefur umboðsmaður barna sent bréf til skólastjóra Fossvogsskóla og til borgarstjóra þar sem hvatt er til að huga sérstaklega að rétti barna til upplýsinga, þátttöku og besta mögulegs heilsufars samkvæmt ákvæðum Barnasáttmálans, við töku ákvarðana er varða skólahúsnæði Fossvogsskóla.