26. mars 2025

Skýrsla um barnvæna réttarvörslu kynnt

Umboðsmaður barna býður til fundar í dag, 26. mars, klukkan 12:00-13:30 í fundarsal Þjóðminjarsafnsins og fjallar um barnvæna réttarvörslu.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, setur fundinn. Þá flytur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ávarp. Hafdís Una Guðnýjardóttir lögfræðingur hjá embættinu kynnir skýrslu um barnvæna réttarvörslu, en umboðsmaður barna hefur frá árinu 2024 unnið að úttekt og greiningu á íslensku réttarkerfi út frá hugmyndafræði barnvænnar réttarvörslu. Markmiðið með verkefninu er að greina og varpa ljósi á stöðuna hér á landi og setja fram tillögur að úrbótum sem nauðsynlegar er util að styrkja réttindi barna innan réttarkerfisins. Embættið framkvæmdi könnun í því skyni að leggja mat á það hversu vel réttarkerfið og stjórnsýslan samræmast réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum og þeim kröfum sem gerðar eru til barnvænnar réttarvörslu í alþjóðlegu skuldbindingum. Hafdís Una mun sömuleiðis kynna niðurstöður könnunarinnar.

Að lokum fara fram pallborðsumræður. Í pallborðinu sitja Bragi Guðbrandsson, fulltrúi í barnaréttarnefnd S.Þ, Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og við Landsrétt, Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði og Júlíana Rós Skúladóttir fulltrúi í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna. Sigurveig Þórhallsdóttir lögfræðingur hjá embættinu stýrir umræðunum.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Myndir frá fundinum:

IMG_2823

IMG_2829

IMG_2864

IMG_2844

IMG_2899

IMG_2891

IMG_2890

IMG_2905

IMG_2912


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica