Fréttir
Eldri fréttir: 2017 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti
Samningar við nemendafélög í framhaldsskólum
Umboðsmaður barna hefur sent nokkrum fyrirtækum bréf vegna samninga við nemendafélög í framhaldsskólum.
Ársskýrsla 2016 komin út
Ársskýrsla fyrir starfsárið 2016 er komin út. Hún sú síðasta sem Margrét María Sigurðardóttir fráfarandi umboðsmaður gefur út en hún lauk skipunartíma sínum þann 30. júní sl. eftir 10 ár í embætti. Í inngangi skýrslunar tekur hún fram að þessi 10 ár hafi verið viðburðarík, krefjandi, lærdómsrík og skemmtileg. Margt hefur áunnist hvað varðar réttindi barna þó svo að margt sé enn óunnið.
Niðurstöður könnunar Velferðarvaktar á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna
Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Þá ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarþátttöku nemendanna vegna skólagagna. Þetta er niðurstaða könnunar Velferðarvaktarinnar sem Maskína framkvæmdi.
Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Málþingið verður verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi kl. 10-16.
Skrifstofan lokuð vegna sumarfría
Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð næstu tvær vikur vegna sumarfría starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur eftir verlsunarmannahelgi, sem er þriðjudaginn 8. ágúst. Á meðan skrifstofan er lokuð er ekki tekið við símtölum en hægt er að senda okkur tölvupóst á ub@barn.is og verður öllum erindum svarað að sumarfríi loknu.
Nýr umboðsmaður barna
Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára.
Skrifstofan lokuð mánudaginn 3. júlí
Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð mánudaginn 3. júlí nk. vegna sumarfría. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. júlí frá klukkan 9:00 - 15:00.
Margrét kveður sem umboðsmaður barna
Margrét María Sigurðardóttir kveður nú embættið eftir 10 ár sem umboðsmaður barna. Á þessum tímamótum býður hún til kveðjuhófs á milli klukkan 16 - 18.
Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn
Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi, tryggja vandaða og uppbyggilega umfjöllun um málefni barna í fjölmiðlum, ásamt því að stuðla að þátttöku barna í samfélagsumræðu.
Síða 3 af 7