Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

Sjá nánar

Ungbörnum mismunað eftir stöðu foreldra

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til félagsmálaráðherra þar sem hann skorar á ráðherra til þess að beita sér fyrir því að lög um fæðingar- og foreldraorlof verði endurskoðuð, þannig að börnum verði ekki mismunað með ómálefnalegum hætti eftir stöðu foreldra þeirra.

Sjá nánar

Aðgerðir á intersex börnum

Umboðsmaður barna hefur gefið út álit um aðgerðir á intersex börnum, þ.e. börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Þegar líkama intersex barna er breytt með varanlegum hætti, í þeim tilgangi að „laga“ hann, getur það haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir barnið.

Sjá nánar

Málþing um heimilisofbeldi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um heimilisofbeldi sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15. maí nk. kl 13-17.

Sjá nánar