Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Sjálfstæð kæruheimild fyrir börn

Í gær, 28. október, skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum undir sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi þess að Norðurlöndin fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem veitir börnum og fulltrúum þeirra sjálfstæðan kærurétt til Barnaréttarnefndarinnar.

Sjá nánar

Aðbúnaður barna á unglingadeildinni á Vogi

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sendi Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda umboðsmanni barna erindi þar sem fram kemur að félagið hafi áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna. Umboðsmaður barna hefur svarað erindi Rótarinnar.

Sjá nánar

Spurningalistar með samræmdum prófum

Umboðsmaður barna sendi í síðustu viku Námsmatsstofnun ábendingu um það sem að hans mati mátti fara betur í könnun sem lögð var fyrir hluta nemenda sem tóku samræmd próf í september. Í spurningalistanum voru nemendur m.a.  spurðir um samræmdu prófin, samskipti, líðan og framtíðarsýn varðandi búsetu, starf og barneignir. Umboðsmaður...

Sjá nánar

Stattu með þér frumsýnd

Stuttmyndin Stattu með þér var frumsýnd í grunnskólum landsins í dag, 9. október 2014. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn

Forvarnardagur 2014 er haldinn í dag, miðvikudaginn 1. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til...

Sjá nánar