Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Handbók um rödd og hlustun í kennsluumhverfi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýju riti sem kom út nú á dögunum. Um er að ræða handbók sem ætlað er að uppfræða kennara um rödd, hlustun og umhverfi og aðstoða þá sem vilja gera úttekt á umhverfi skóla bæði hvað varðar hljóðvist, hávaða og inniloft.

Sjá nánar

Ofbeldi á ungbarnaleikskóla - Álit

Umboðsmaður barna hefur sent lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara álit sitt vegna meðferðar máls sem varðar ofbeldi gegn barni á ungbarnaleikskóla. Umboðsmaður er ósammála túlkun ákæruvaldsins á núgildandi lögum og telur hana brjóta gegn réttindum barna.  Auk þess hefur hann áhyggjur af því að vinnubrögð lögreglunnar í málinu hafi ekki verið...

Sjá nánar

Nafnbreytingar barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hann spyr nokkurra spurninga um nafnbreytingar barna og rétt þeirra til að tjá sig og hafa áhrif á eigin málefni.

Sjá nánar

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt á vef sínum nýja handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um leikskólann og umhverfi hans.

Sjá nánar

Börn foreldra á leigumarkaði

Umboðsmaður barna telur brýnt að bæta húsnæðismálin hér á landi, meðal annars með því að styrkja stöðu foreldra á leigumarkaði. Yfirvöldum ber að setja hagsmuni barna í forgang og sjá til þess öll börn og fjölskyldur þeirra hafi tök á því að búa við aðstæður þar sem öryggi, stöðugleiki og velferð þeirra eru tryggð.

Sjá nánar

Tengslafundur fyrir félagasamtök

Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund miðvikudaginn 17. september nk. kl. 14:00-16:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

Sjá nánar

Kynningar

Hægt er að panta kynningu með því að senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is eða hringja í síma 552-8999. Vikurnar 6. – 10. og 13. – 17. október 2014 mun umboðsmaður leggja áherslu á að sinna aðilum sem staðsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjá nánar