Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Opið hús í dag

Í dag 22. desember er opið hús hjá umboðsmanni barna á milli klukkan 14:00 - 15:30. Heitt súkkulaði, smákökur og konfekt á boðstólnum. Allir hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar

Heimsókn á Stuðla

Starfsfólk umboðsmanns barna heimsótti í dag meðferðarstöðina Stuðla. Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að ræða við starfsfólk Stuðla um stöðu meðferðarmála fyrir börn og Íslandi og skoða þær breytingar sem voru nýlega gerðar á húsnæðinu.

Sjá nánar

Nafnbreytingar og hagsmunir barna

Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hvetur stofnunina til þess að setja hagsmuni barna ávallt í forgang þegar tekin er afstaða til umsóknar um nafnbreytingu.

Sjá nánar

Eru jólin hátíð allra barna? - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi á miðvikudaginn nk. þar sem fjallað verður um það hvernig börn upplifa jólin á mismunandi hátt. Erindin sem flutt verða fjalla um áfengisneyslu foreldra, markaðssetingu jólannna og jólahald í stjúpfjölskyldum.

Sjá nánar

Þingmenn gerast talsmenn barna

Á afmælishátíð Barnasáttmálans skrifaði hópur þingmanna undir yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á Alþingi og hafa þannig réttindi og velferð barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku og lagasetningu.

Sjá nánar

Ungmenni funda með ríkisstjórn

Fulltrúar úr ungmennaráðum Barnaheilla, UNICEF og umboðsmanns barna hittu í morgun ráðherra á fundi í Stjórnarráðinu. Fundurinnvar hluti af dagskrá í tilefni 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnað verður á fimmtudaginn nk.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn í myndum - Veggspjald

Í tilefni að 25 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember 2014 hefur umboðsmaður barna gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla. Á veggspjaldinu eru myndir sem eiga að útskýra innihald Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Afmæli Barnasáttmálans nálgast

Nú styttist í 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en það er 20. nóvember næstkomandi. Til að fagna afmælinu hafa ýmsir aðilar skipulagt viðburði eða verkefni sem eiga að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi hans fyrir börn. Þegar skólar, frístundaheimili, stofnanir,  félagasamtök og fleiri skipuleggja hvernig best sé að...

Sjá nánar

Yfirlýsing um börn og fátækt

Í síðustu viku var haldinn árlegur fundur tengslanets umboðsmanna barna í Evrópu (ENOC). Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Skotlandi. Margrét María Sigurðardóttir sótti fundinn en þar var skipst á upplýsingum og skoðunum um ýmis málefni sem snerta börn. Aðalumræðuefni fundarins var fátækt og áhrif efnahagsþrenginga undanfarinna ára á...

Sjá nánar

Sjálfstæð kæruheimild fyrir börn

Í gær, 28. október, skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum undir sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi þess að Norðurlöndin fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem veitir börnum og fulltrúum þeirra sjálfstæðan kærurétt til Barnaréttarnefndarinnar.

Sjá nánar

Aðbúnaður barna á unglingadeildinni á Vogi

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sendi Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda umboðsmanni barna erindi þar sem fram kemur að félagið hafi áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna. Umboðsmaður barna hefur svarað erindi Rótarinnar.

Sjá nánar

Spurningalistar með samræmdum prófum

Umboðsmaður barna sendi í síðustu viku Námsmatsstofnun ábendingu um það sem að hans mati mátti fara betur í könnun sem lögð var fyrir hluta nemenda sem tóku samræmd próf í september. Í spurningalistanum voru nemendur m.a.  spurðir um samræmdu prófin, samskipti, líðan og framtíðarsýn varðandi búsetu, starf og barneignir. Umboðsmaður...

Sjá nánar

Stattu með þér frumsýnd

Stuttmyndin Stattu með þér var frumsýnd í grunnskólum landsins í dag, 9. október 2014. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn

Forvarnardagur 2014 er haldinn í dag, miðvikudaginn 1. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til...

Sjá nánar

Handbók um rödd og hlustun í kennsluumhverfi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýju riti sem kom út nú á dögunum. Um er að ræða handbók sem ætlað er að uppfræða kennara um rödd, hlustun og umhverfi og aðstoða þá sem vilja gera úttekt á umhverfi skóla bæði hvað varðar hljóðvist, hávaða og inniloft.

Sjá nánar

Ofbeldi á ungbarnaleikskóla - Álit

Umboðsmaður barna hefur sent lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara álit sitt vegna meðferðar máls sem varðar ofbeldi gegn barni á ungbarnaleikskóla. Umboðsmaður er ósammála túlkun ákæruvaldsins á núgildandi lögum og telur hana brjóta gegn réttindum barna.  Auk þess hefur hann áhyggjur af því að vinnubrögð lögreglunnar í málinu hafi ekki verið...

Sjá nánar

Nafnbreytingar barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hann spyr nokkurra spurninga um nafnbreytingar barna og rétt þeirra til að tjá sig og hafa áhrif á eigin málefni.

Sjá nánar

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt á vef sínum nýja handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um leikskólann og umhverfi hans.

Sjá nánar

Börn foreldra á leigumarkaði

Umboðsmaður barna telur brýnt að bæta húsnæðismálin hér á landi, meðal annars með því að styrkja stöðu foreldra á leigumarkaði. Yfirvöldum ber að setja hagsmuni barna í forgang og sjá til þess öll börn og fjölskyldur þeirra hafi tök á því að búa við aðstæður þar sem öryggi, stöðugleiki og velferð þeirra eru tryggð.

Sjá nánar

Tengslafundur fyrir félagasamtök

Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund miðvikudaginn 17. september nk. kl. 14:00-16:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

Sjá nánar

Kynningar

Hægt er að panta kynningu með því að senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is eða hringja í síma 552-8999. Vikurnar 6. – 10. og 13. – 17. október 2014 mun umboðsmaður leggja áherslu á að sinna aðilum sem staðsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjá nánar

Forsætisráðherra í heimsókn

Í gær kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt nokkrum samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, í heimsókn til umboðsmanns barna.

Sjá nánar

Norrænn fundur á Grænlandi

Markmið fundarins var að heyra hvað hin norrænu embætti hafa verið að fást við undanfarið ár og miðla þekkingu og upplýsingum um nýjungar og verkefni sem miða að aukinni vernd, þátttöku og jafnræði barna.

Sjá nánar

Ábyrgð foreldra framhaldsskólanema

Foreldrum er skylt samkvæmt 28. gr. barnalaga að sjá til þess að börn njóti menntunar og starfsþjálfunar í samræmi við hæfileika þeirra og áhugamál og nái þannig að þroska hæfileika sína á þann máta sem best hentar hverju barni.

Sjá nánar

Um sundkennslu í grunnskólum

Ef nemendur eru fleiri en 15 í sundtíma þá gerir mennta- og menningarmálaráðuneytið þá kröfu að kennari hafi með sér aðstoðarmann í sundtímanum.

Sjá nánar

Barnaverndarþing í september

Barnaverndarstofa stendur fyrir Barnaverndarþingi, ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september n.k., undir yfirskriftinni „Réttur til verndar, virkni og velferðar" sem vísar til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar

Framkvæmd breytinga á barnalögum

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að fylgjast með því að þær breytingar sem gerðar voru á barnalögum í byrjun síðasta árs komi að fullu til framkvæmda.

Sjá nánar

Afhending sakavottorðs

Reglum um það hverjir mega fá afhent sakavottorð barna hefur verið breytt eftir athugasemd frá umboðsmanni barna. Nú geta börn því sjálf fengið sitt eigið sakavottorð útgefið. Ekki er þörf á samþykki forsjáraðila í þessu efni þegur um börn á aldrinum 15-18 er að ræða. Áður voru reglur ríkissaksóknara um...

Sjá nánar

Ársskýrsla 2013 komin út

Út er komin skýrsla umboðsmanns barna fyrir störf sín á árinu 2013. Lög um umboðsmann barna nr. 83/1994 kveða á um lögbundin verkefni em bættisins. Hins vegar ræðst starf­ semin að nokkru leyti af þeim erindum sem berast  embættinu eins og þegar hefur verið tekið fram. Einnig getur umboðsmaður tekið mál til skoðunar að...

Sjá nánar

Framkoma í starfi með börnum

Sem betur fer eru flestir þeir sem vinna með börnum góðar fyrirmyndir, sinna starfi sínu vel og hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Þó eru því miður of mörg dæmi um að fullorðnir einstaklingar komi illa fram við börn og niðurlægi þau jafnvel fyrir framan aðra.

Sjá nánar

Ekkert hatur

Ungmennaráð SAFT og SAMFÉS skora á fjölmiðla sem hafa athugasemdakerfi á síðum sínum að hvetja notendur til ábyrgrar notkunar þeirra.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum. Þá er mikilvægt að hlusta á skoðanir þeirra og gefa þeim tækifæri til að...

Sjá nánar

Úrræði fyrir börn sem hafa brotið af sér

Umboðsmaður barna hefur sent félagsmálaráðherra og innanríkisráðherra bréf þar sem hann hvetur þá til að beita sér fyrir því að stjórnvöld uppfylli skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að úrræðum fyrir börn sem brotið hafa af sér eða eru grunuð um afbrot. Í bréfinu er tengill á meira efni...

Sjá nánar

Öryggisstaðlar fyrir leikvallatæki

Rólur á leikvöllum og skólalóðum eru yfirleitt útbúnar þannig að plasthólkar eru hafðir utan um keðjur eða reipi þannig að ekki er hægt að mynda lykkju. Í verslunum er þó hægt að kaupa leiktæki með kaðlarólum sem geta valdið slysum á börnum og jafnvel dauðsföllum ef reipið nær að vefjast...

Sjá nánar

Börn og innheimta

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til banka og innheimtufyrirtækja þar sem hann minnir á að það má ekki beina innheimtu að börnum. Einnig er óheimilt að beina kröfu að fullorðnum einstaklingum vegna skulda sem stofnað var til fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

Könnun um starfsemi frístundaheimila

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfundi um málefni frístundaheimila sem haldinn verður mánudaginn 12. maí 2014 kl. 8.00-10.45 í Hlöðunni, Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði - Ályktun

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Ísafirði 9.-11.apríl 2014, skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þeim er varða ungmennin sjálf.

Sjá nánar

Skilaboð frá börnum alkóhólista

Í dag, 10. apríl 2014, funduðu börn alkóhólista, sem skipa sérfræðihóp umboðsmanns barna, með ráðherrum til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Umboðsmaður barna vann verkefnið í samstarfi við SÁÁ en tilgangur þess var að ná fram röddum þeirra barna sem búa við alkóhólisma og heyra frá þeim hvað við sem samfélag getum gert til að bæta líf þeirra barna sem búa við þennan vanda.

Sjá nánar

Ný heimasíða

Umboðsmaður barna hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu. Síðan er enn í vinnslu og á því eftir að lesa yfir og bæta við nokkru efni. Allar ábendingar eru vel þegnar. 

Sjá nánar

Ný skýrsla um fátækt barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna skýrslu um fátækt barna á Íslandi og í Evrópu þriðjudaginn 15. apríl kl 12.00 - 13:00 í sal Austurbæjarskóla við Barónsstíg.

Sjá nánar

Námskeið um Barnasáttmálann í leikskólastarfi

Þann 26. apríl næstkomandi stendur UNICEF á Íslandi fyrir námskeiðinu Barnasáttmálinn í leikskólanum. Á námskeiðinu er kynnt nýtt námsefni UNICEF um vinnu með Barnasáttmálann innan leikskólans, hvort sem er í skipulagi starfsáætlana, innan starfsmannahópsins eða með börnum.

Sjá nánar

Peningagjafir til fermingarbarna

Börn eru ófjárráða upp að 18 ára aldri og er meginreglan því sú að þau ráða ekki yfir fé sínu. Þó er að finna undantekningar frá þessari reglu í 75. gr. lögræðislaga. Börn ráða nefnilega sjálf yfir peningum sem þau hafa unnið sér fyrir eða fengið að gjöf, þ.m.t. peningar sem fermingarbörn fá að gjöf.

Sjá nánar

Upptaka eigna í grunnskólum

Börn njóta eignaréttar eins og aðrir. Hvorki í lögum um grunnskóla né reglugerðum er að finna heimildir grunnskóla til að taka eignir af nemendum.

Sjá nánar

Barn í tveimur leikskólum

Þegar ákveðið er hvort barn eigi að dvelja jafnt hjá báðum foreldrum eiga hagsmunir þess að hafa forgang og vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.

Sjá nánar

Skýrsla um forvarnir gegn skaða af ásetningi

Í dag kom út skýrsla um aðgerðir Evrópulanda til að koma í veg fyrir skaða sem börn verða fyrir af ásetningi. Í skýrslunni eru kannaðar þær aðgerðir sem hafa átt sér stað í 25 ríkjum Evrópu til að takast á við þennan vanda. Ísland er eitt af löndunum sem fjallað er um í skýrslunni.

Sjá nánar

Mat á forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) við HÍ stendur fyrir kynningu á nýjustu ritröð sinni mánudaginn 10. febrúar. Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi MA og framkvæmdastjóri RBF mun kynna verkefnið Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Brúðuleikhús sem forvarnafræðsla í skólum. Árangur og mat kennara  Kynningin fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslandis, stofu 103 mánudaginn  ...

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2014

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Póst og fjarskiptastofnun og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 11. febrúar 2014 við Menntavísindasvið HÍ.

Sjá nánar

Tölvupóstur í ólagi

Frá og með síðdegi í dag, föstudaginn 31. janúar, og fram til laugardagsins 1. febrúar er líklegt að tölvupóstur umboðsmanns barna og starfsmanna hans sem og fyrirspurnarform á heimasíðu umboðsmanns barna verði í ólagi.

Sjá nánar

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í hátíðinni og framkvæmdafé vegna viðburðar.

Sjá nánar

Byrgjum brunninn

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum.

Sjá nánar

Kuðungsígræðsla

Umboðsmaður barna telur sérstaklega mikilvægt að bera virðingu fyrir heyrnarlausum börnum og menningu þeirra sem tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Á sama tíma þurfa foreldrar að hafa hagsmuni barna sinna að leiðarljósi og veita þeim tækifæri til að taka sem mestan þátt í því samfélagi sem við lifum.

Sjá nánar