Fréttir
Eldri fréttir: 2014 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Þingmenn gerast talsmenn barna
Á afmælishátíð Barnasáttmálans skrifaði hópur þingmanna undir yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á Alþingi og hafa þannig réttindi og velferð barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku og lagasetningu.
Ungmenni funda með ríkisstjórn
Fulltrúar úr ungmennaráðum Barnaheilla, UNICEF og umboðsmanns barna hittu í morgun ráðherra á fundi í Stjórnarráðinu. Fundurinnvar hluti af dagskrá í tilefni 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnað verður á fimmtudaginn nk.
Barnasáttmálinn í myndum - Veggspjald
Í tilefni að 25 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember 2014 hefur umboðsmaður barna gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla. Á veggspjaldinu eru myndir sem eiga að útskýra innihald Barnasáttmálans.
Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 10. nóvember.
Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti 7. nóvember 2014.
Tillaga til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 4. nóvember 2014.
Sjálfstæð kæruheimild fyrir börn
Í gær, 28. október, skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum undir sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi þess að Norðurlöndin fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem veitir börnum og fulltrúum þeirra sjálfstæðan kærurétt til Barnaréttarnefndarinnar.
Síða 2 af 10