Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skrifstofan lokuð föstudaginn 29. mars

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð á morgun, föstudaginn 29. mars 2012, vegna þátttöku starfsfólks í ráðstefnu UMFÍ um ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Hvolsvelli.

Sjá nánar

Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti hinn 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðherra hefur jafnframt skipað þriggja manna fagráð til eins árs.

Sjá nánar

Um hormónatengdar getnaðarvarnir

Umboðsmaður barna vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umræðu undanfarinna daga um frumvarp til breytinga á lyfjalögum nr. 93/1994 og lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 sem velferðarráðherra kynnti í seinustu viku á ríkisstjórnarfundi.

Sjá nánar

Skóli sem siðvætt samfélag - Ráðstefna

Félag um menntarannsóknir stendur fyrir 10 ára afmælisráðstefnu FUM laugardaginn 17. mars undir yfirskriftinni Skóli sem siðvætt samfélag: Menntarannsóknir og framkvæmd menntastefnu. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

Sjá nánar

Peningagjafir til fermingarbarna

Í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi eignarréttar. Börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir og er eignarréttur engin undantekning.

Sjá nánar