Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Niðurskurður í skólum - Bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðs niðurskurðar í leik- og grunnskólum landsins. Umboðsmaður sendi því í gær, 21. mars 2011, bréf til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefnd eða þeim nefndum sveitarfélagaganna sem tekur ákvarðanir um skólamál.

Sjá nánar

Hlustið á okkur - Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stendur fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna skóli án aðgrein­ingar fimmtudaginn 31. mars kl. 13.30–16.15 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í hús­næði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Mikið um að vera á öskudag

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri. Hér eru myndir af hluta af börnum og furðuverum sem heimsóttu skrifstofuna á Laugaveginum.

Sjá nánar

Niðurskurður sem bitnar á börnum

Umboðsmaður barna sendi í gær, 2. mars 2011, bréf til allra sveitarfélaga þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af niðurskurði og minnir á skyldu þeirra til að setja hagsmuni barna ofar hagsmunum annarra í samfélaginu.

Sjá nánar

Opinber umfjöllun um afbrot barna - Málþing

Umboðsmaður barna og Lagadeild Háskólans í Reykjavík bjóða til málþings næstkomandi föstudag, 4. mars, frá kl. 13:15 til kl. 16:30 í stofu M.1.01 (Bellatrix) á 1. hæð HR að Menntavegi 1. Allir velkomnir.

Sjá nánar