24. mars 2011

Börn utanveltu í skólasamfélaginu - Málstofa

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu RBF og félagsráðgjafardeildar HÍ sem haldin verður 29. mars kl. 12:10 - 13:00 í stofu 201 í Odda, HÍ. Yfirskriftin er Börn utanveltu í skólasamfélaginu

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu RBF og félagsráðgjafardeildar HÍ sem haldin verður 29. mars kl. 12:10 - 13:00 í stofu 201 í Odda, HÍ. Yfirskriftin er Börn utanveltu í skólasamfélaginu

Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi, MA doktorsnemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, mun fjalla um stöðu nemenda með námsörðugleika innan framhaldsskóla, en það er sá hópur nemenda sem hefur þörf fyrir önnur úrræði en þau sem standa alla jafna til boða í framhaldsskólakerfinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á lögum um framhaldsskóla á undanförnum áratugum sem leitt hafa til mikillar fjölgunar nemenda en margt bendir til þess að þær breytingar hafi ekki skipt sköpum fyrir þennan nemendahóp.

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis

Oddi 201. Þriðjudaginn 29 mars. Kl. 12:10-13:00


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica