Fréttir


Eldri fréttir: 2010 (Síða 6)

Fyrirsagnalisti

17. ágúst 2010 : Busavígslur í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra framhaldsskóla þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að taka vel á móti nýnemum í framhaldsskólunum.

28. júlí 2010 : Verslunarmannahelgin

Nú er framundan verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi sumarsins. Umboðsmaður barna vill hvetja fjölskyldur til að njóta helgarinnar saman. Samvera foreldra og ungmenna er mjög mikilvæg og hefur gríðarlegt forvarnargildi.

24. júní 2010 : Börn í umsjá barnaverndaryfirvalda - Ályktun

Á sameiginlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndum sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum var m.a. rætt um réttarstöðu barna sem eru í umsjá barnaverndaryfirvalda.

21. júní 2010 : Líðan barna - Niðurstöður úr könnun

Í febrúar á þessu ári framkvæmdi umboðsmaður barna könnun á líðan grunnskólabarna í skólanum og heima fyrir. Helstu niðurstöður úr könnuninni eru birtar hér.

16. júní 2010 : Illi kall - Ný barnabók um heimilisofbeldi

Út er komin barnabókin ILLI KALL. Bókin er gefin út af Máli og menningu í samstarfi við Barnaverndarstofu og er henni er ætlað að opna umræðu um áhrif heimilisofbeldis á börn og hjálpa fullorðnum í nærumhverfi barna til að ræða viðfangsefni hennar við börn.

14. júní 2010 : Könnun á líðan barna í skóla og heima - Kynning á niðurstöðum

Miðvikudaginn 16. júní  kl. 14 mun umboðsmaður barna kynna niðurstöður könnunar á líðan barna sem framkvæmd var í febrúar á þessu ári. 

8. júní 2010 : Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun - Kvikmyndasýning

Í tilefni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun hefur stýrihópur Evrópuársins í samstarfi við Vesturport ákveðið að sýna myndina Börn eftir Ragnar Bragason í Iðnó þann 10. júní.

8. júní 2010 : Yfirlit yfir samfélagslegar rannsóknir í leik- og grunnskólum

Samban íslenskra sveitarfélaga hefur birt yfirlit yfir samfélagslegar rannsóknir í leik- og grunnskólum.

8. júní 2010 : Íslensku menntaverðlaunin

Forseti veitti íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum.
Síða 6 af 13

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica