Fréttir: október 2010

Fyrirsagnalisti

26. október 2010 : „Ég er ekki með unglingaveiki – mér bara líður illa“ - Átak Hjálparsímans 1717

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 25. – 31. október undir yfirskriftinni „Ég er ekki með unglingaveiki – mér bara líður illa“. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 vekja athygli ungs fólks á því að stuðningur í nánasta umhverfi skiptir miklu máli fyrir góða geðheilsu.

25. október 2010 : Lokað kl. 14:25 í dag

Í tilefni af kvennafrídeginum mun skrifstofa umboðsmanns barna loka kl. 14:25 í dag.

25. október 2010 : Bréf til fjárlaganefndar vegna niðurskurðar

Umboðsmaður barna hefur sent nefndarmönnum í fjárlaganefnd Alþingis bréf þar sem vakin er athygli á þeim sjónarmiðum sem þarf að hafa í huga þegar þjónusta er skorin niður. Í bréfinu er fjallað um rétt barna til menntunar, umönnunar, heilbrigðis og framfærslu.

25. október 2010 : „Þetta er bara gras" - Morgunverðarfundur

Morgunverðarfundur „Náum áttum"  í samstarfi við vímuvarnarviku verður haldinn fimmtudaginn 28. október nk. kl. 8:15-10:00 í Þjóðleikhúskjallaranum.

22. október 2010 : Drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum - Önnur umsögn

Umboðsmanni barna gafst með tölvupósti dags. 18. október 2010, kostur á að senda menntamálaráðuneytinu umsögn um drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum. Umsögn sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 22. október 2010.

21. október 2010 : Umboðsmaður á Vestfjörðum

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins munu í dag og á morgun fara um Vestfirði og heimsækja skóla.

20. október 2010 : Skólabragur - Málstofa

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málstofu um skólamál þann 1. nóvember nk. í Bratta, sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð (KHÍ) frá klukkan 9:30-15:15. Málstofan er öllum opin.

20. október 2010 : Rit um ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga

Ritið „Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga“ er komið út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og Æskulýðsráðs. Í ritinu er aðallega fjallað um öryggismál, aðgæslu- og eftirlitsskyldu starfsfólks, vinnuveitendaábyrgð, skaðabótaskyldu og tryggingar.

19. október 2010 : Krakkavefur um ADHD

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýlegum vef ADHD samtakanna fyrir börn og unglinga. Á vefnum er útskýrt hvað ADHD (athyglisbrestur og ofvirkni) er og hvernig þessi taugaröskun hefur áhrif á daglegt líf og samskipti barna og unglinga auk þess sem gefin eru góð ráð og upplýsingar í einföldu máli og myndum.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica