Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Bréf til fjárlaganefndar vegna niðurskurðar

Umboðsmaður barna hefur sent nefndarmönnum í fjárlaganefnd Alþingis bréf þar sem vakin er athygli á þeim sjónarmiðum sem þarf að hafa í huga þegar þjónusta er skorin niður. Í bréfinu er fjallað um rétt barna til menntunar, umönnunar, heilbrigðis og framfærslu.

Sjá nánar

Umboðsmaður á Vestfjörðum

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins munu í dag og á morgun fara um Vestfirði og heimsækja skóla.

Sjá nánar

Skólabragur - Málstofa

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málstofu um skólamál þann 1. nóvember nk. í Bratta, sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð (KHÍ) frá klukkan 9:30-15:15. Málstofan er öllum opin.

Sjá nánar

Krakkavefur um ADHD

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýlegum vef ADHD samtakanna fyrir börn og unglinga. Á vefnum er útskýrt hvað ADHD (athyglisbrestur og ofvirkni) er og hvernig þessi taugaröskun hefur áhrif á daglegt líf og samskipti barna og unglinga auk þess sem gefin eru góð ráð og upplýsingar í einföldu máli og myndum.

Sjá nánar

Menntakvika - Ráðstefna

Vakin er athygli á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands næsta föstudag, 22. október, þar sem boðið verður upp á yfir 170 fyrirlestra í 44 málstofum.

Sjá nánar

Umboðsmaður á Austurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hafa í gær og í dag, 14. og 15. október, farið um Austfirði og heimsótt skóla. Í heimsóknum sínum kynna þær embætti umboðsmanns barna og fjalla um réttindi barna skv. Barnasáttmálanum og íslenskum lögum.

Sjá nánar

Æskan - rödd framtíðar - Ráðstefna

28. - 30. október næstkomandi mun mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir ráðstefnu þar sem niðurstöður samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum Grænlandi og Álandseyjum.

Sjá nánar

Börn og mótmæli

Í ljósi þeirra mótmæla sem nú eiga sér stað í samfélaginu vill umboðsmaður barna minna á að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarf á sérstakri vernd að halda.

Sjá nánar

Þingmenn minntir á réttindi barna

Vegna umræðu um fjárlagafrumvarpið og niðurskurð hefur umboðsmaður barna sent öllum alþingismönnum bréf þar sem hann minnir á skyldu íslenskra stjórnvalda við börn. Með bréfinu fylgdi eintak af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í styttri útgáfu.

Sjá nánar