Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, sveitarfélaga og ýmissa samtaka sem vinna með börnum þar sem boðið er upp á kynningu á embættinu og réttindum barna.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Velferðarráðuneytin þrjú, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu.
Samstarfshópurinn Náum áttum heldur sinn fyrsta morgunverðarfund á þessu misseri miðvikudaginn 15. september á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15–10:00. Efni fundarins er Eineltisáætlun - hvað svo?