Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Heilsa og lífskjör skólanema

Háskólinn á Akureyrir kynnti í gær niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum.

Sjá nánar

Næring ungbarna á 5 tungumálum

Lýðheilsustöð hefur látið þýða íslenskan texta fræðsluefnis sem snýr að næringu ungbarna á 5 tungumál. Um er að ræða bæklinginn Næring ungbarna.

Sjá nánar

Fjölskyldan í fókus - Ljósmyndasamkeppni

Föstudaginn 6. júní 2008 hleypti SAMAN-hópurinn (www.samanhopurinn.is) sumar verkefni sínu af stokkunum. Það er ,,Fjölskyldan í fókus", ljósmyndasamkeppni sem ætlað er að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins.

Sjá nánar

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 voru samþykktar á Alþingi þann 29. maí sl. Breytingarnar eiga við um rétt foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júní 2008 eða síðar. Breytingarnar tóku gildi 1. júní sl.

Sjá nánar

Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Nú hafa verið samþykkt á Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ásamt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í Vefriti menntamálráðuneytisins, 5. júní 2008, er fjallað um þessi tímamót í menntamálum.

Sjá nánar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar.

Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Þann 2.júní síðastliðinn mættu á annað hundrað manns í KHÍ á stofnfund Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.

Sjá nánar

Bæklingur um stefnumótun í áfengismálum

Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur gefið út bækling sem fjallar um stefnumótun í áfengismálum. Þar eru þjóðir hvattar til að móta sér stefnu í áfengismálum og bent er á aðgerðir sem sannreynt þykir að skili árangri til að draga úr skaðlegri neyslu áfengis.

Sjá nánar