Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fjöldi barna í leikskólum 2006

Hagstofa Íslands hefur gefið út nýjar tölur um fjölda barna í leikskólum í árslok 2006. Í frétt á vefsíðu Hagstofunnar segir að börn í leikskólum hafi aldrei verið fleiri og dvalartími barna í leikskólum lengist stöðugt.

Sjá nánar

SAMAN hópurinn hlýtur lýðheilsuverðlaunin 2007

Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 voru veitt við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Handhafi verðlaunanna í ár er SAMAN hópurinn og veitti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hópnum verðlaunin fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.

Sjá nánar

Efling foreldrahæfni - Stefna Evrópuráðsins

Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".

Sjá nánar

Til hamingju Ástráður!

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hlaut nýlega Íslensku forvarnaverðlaunin 2007. Verðlaunin eru veitt af Forvarnarhúsi Sjóvár. Ástráður þykir hafa unnið mikilvægt og vandað sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks og er öðrum háskólanemum góð fyrirmynd og hvatning.

Sjá nánar

Unglingar vilja skýr mörk - sænsk könnun

Unglingar vilja að foreldrar þeirra setji þeim mörk og vilja ekki að foreldrar kaupi fyrir þá áfengi eða bjóði þeim upp á bjór og vín. Þetta kemur fram í könnun sem umboðsmaður barna í Svíþjóð gerði meðal ráðgjafarbekkja sinna.

Sjá nánar

Nám að loknum grunnskóla 2007

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fræðsluritið Nám að loknum grunnskóla 2007. Í bæklingnum er kynnt það nám sem í boði er í íslenskum framhaldsskólum.

Sjá nánar

Réttur barna til foreldra - Málþing

Norræna húsið og sænska sendiráðið efna til málþings og pallborðsumræðna í tilefni aldarafmælis Astrid Lindgren. Málþingið er haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 12. apríl kl. 14:00. Frummmælendur á málþinginu eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð, og Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna á Íslandi.

Sjá nánar