Vinna barna
Mega strákar vinna í Huppu?
Hæ.
Takk fyrir spurninguna. Ef þú átt við hvort að strákar megi vinna í ísbúð þá er einfalda svarið já, alveg jafnt og stelpur. Hins vegar gilda ákveðnar reglur um vinnu barna og almennt ekki ráða börn undir 15 ára í vinnu.
Það má þó ráða börn sem eru orðin 13 ára til léttari starfa, en það á t.d. við um létt skrifstofustörf, létt garðyrkjustörf og létt verslunarstörf en þó ekki við kassa. Almennt er litið á nám í grunnskóla sem fulla vinnu og talið æskilegt að börn noti þær stundir sem þau eiga lausar til hvíldar og tómstunda.
Gangi þér vel.
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna