Fóstureyðing / abortion
Hvernig get ég farið í fóstureyðingu og má ég gera það án þess að segja mömmu og pabba? / How can I have an abortion, and can I do it without telling mom and dad?
Hvernig get ég farið í fóstureyðingu og má ég gera það án þess að segja mömmu og pabba?
Hæ og takk fyrir að hafa samband við umboðsmann barna.
Þú getur farið í fóstureyðingu án þess að segja mömmu þinni og pabba frá því. Núna er ekki lengur talað um fóstureyðingu heldur þungunarrof. Til þess að panta tíma getur þú hringt í 5433600, þetta er símsvari, þú þarft að segja nafnið þitt, kennitölu og símanúmar. Það er síðan hringt til baka innan þriggja sólarhringa og þú færð þá tíma í þungunarrof. Þú getur líka hringt í 5433224 á virkum dögum milli kl. 8 og 16, þetta er móttaka kvennadeildar. Það kostar ekkert að fara í þungunarrof.
Það er mikilvægt að þú fáir stuðning og þess vegna væri gott ef þú getur talað um þetta við foreldra þína. Þau bera ábyrgð á líðan þinni og eiga að styðja þig og sýna þér umhyggju. Ef þú vilt ekki segja þeim frá þessu gæti verið gott fyrir þig að tala um þetta við einhvern annan fullorðin sem þú treystir t.d. frænku þína eða skólahjúkrunarfræðing.
Það að fara í þungunarrof getur verið erfitt og manni getur liðið illa yfir því þó það sé alveg rétt ákvörðun.
Ef þér líður illa getur þú hringt í hjálparsíma Rauða krossins en númerið þar er 1717. Þangað getur þú hringt ókeypis þegar þér líður illa, alveg sama hvað klukkan er. Þar getur þú rætt þín mál við hlutlausan aðila.
Hér er hægt að lesa meira um þungunarrof.
How can I have an abortion, and can I do it without telling mom and dad?
Hi and thank you for contacting the Children's Ombudsman.
You can have an abortion without telling your mom and dad. To make an appointment, you can call 5433600, this is an answering machine, you need to say your name, social security number and phone number. They will then call you back within three days to make an appointment for termination of pregnancy. You can also call 5433224 on weekdays between 8 and 16, this is the reception of the female ward of the hospital? You do not have to pay for an abortion.
It's important that you get support and that's why it would be good if you can talk about this with your parents. They are responsible for your well-being and should support you and show you care. If you don't want to tell them about this, it might be good to talk about it with another adult you trust, for example your aunt or the school nurse.
Ending a pregnancy can be difficult and you can feel bad about it even though it is the right decision.
If you are feeling bad, you can call the Red Cross helpline, the number there is 1717. You can call there for free, no matter what time it is. There you can discuss your issues with a neutral person.
You can read more about termination of pregnancy here but the information is only in Icelandic.