Ísland hefur fullgilt tvær valfrjálsar bókanir við Barnasáttmálann, sem gerðar voru árið 2000, annars vegar um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám og hins vegar um þátttöku barna í vopnuðum átökum. Öðlaðist sú fyrrnefnda gildi 18. janúar 2002 og sú síðarnefnda 12. febrúar 2002. Við lögfestingu Barnasáttmálans í febrúar 2013 voru þessar bókanir einnig lögfestar.
Hér eru auglýsingar og skýrslur um þessar bókanir:
Þriðja valfrjálsa bókunin við Barnasáttmálann tók gildi árið 2014, en Ísland hefur enn ekki skrifað undir eða fullgilt hana. Sú bókun veitir börnum og fulltrúum þeirra tækifæri til þess að kæra til Barnaréttarnefndarinnar ef þeir telja aðildarríki hafa brotið gegn réttindum barna.
Optional protocol to the Convention on the rights of the child on a communications procedure (PDF).