Til að knýja á um að aðildarríkin uppfylli skyldur sínar samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur verið sett á stofn sérstök nefnd um réttindi barnsins sem staðsett er í Genf.
Aðildarríkjunum ber að skila nefndinni skýrslu á fimm ára fresti um það sem þau hafa gert til þess að uppfylla ákvæði hans. Nefndin fer yfir skýrsluna og aflar frekari upplýsinga um ástand mála í viðkomandi ríki, m.a. frá óháðum félaga- og mannréttindasamtökum. Umboðsmaður barna hefur reynt að gefa nefndinni betri yfirsýn á stöðu mála á Íslandi með því að taka saman og senda nefndinni yfirlit eða skýrslu þar sem fjallað er um hvað betur megi fara á Íslandi hvað varðar framkvæmd Barnasáttmálans.
Fulltrúar ríkjanna mæta svo á fund nefndarinnar, gera grein fyrir stöðu mála og svara spurningum og gagnrýni nefndarmanna. Nefndin leggur síðan fram álit sitt á því hvernig til hefur tekist með framkvæmd sáttmálans og tillögur eða ábendingar til aðildarríkisins um það sem betur má fara. Aðildarríkjunum ber að birta skýrslur sínar og álit nefndarinnar opinberlega.
Íslenska ríkið hefur skilað þremur skýrslum til nefndarinnar og er þær og álit nefndarinnar að finna á vef innanríkisráðuneytisins:
1.
2.
Upplýsingar frá umboðsmanni barna á Íslandi varðandi framkvæmd BSSÞ 2002 (PDF).
Lokaathugasemdir nefndar SÞ um réttindi barnsins, dags. 31. janúar 2003
3.
Þriðja skýrsla Íslands um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, gerð árið 2008 (PDF).
Skýrsla umboðsmanns barna til nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins 2010 (PDF)
Lokaathugasemdir nefndar SÞ um réttindi barnsins, dags. 6. október 2011 (PDF). Fyrstu tvær blaðsíðurnar hafa ekki verið þýddar á íslensku.
Barnaréttarnefndin hefur gefið út nokkrar almennar athugasemdir (e. general comments) sem veita nánari upplýsingar um það hvað felst í skuldbingingu ríkja hvað varðar afmörkuð umfjöllunarefni Barnasáttmálans.
Hér má nálgast allar almennar athugasemdir barnaréttarnefndarinnar.
Þriðja valfrjálsa bókunin veitir börnum og fulltrúum þeirra tækifæri til þess að kæra til Barnaréttarnefndarinnar ef þau telja aðildarríki hafi brotið gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Skilyrði fyrir því að slíkt sé tækt eru m.a. þau að aðildarríkið sem talið er hafa brotið gegn Barnasáttmálanum sé aðili að þriðju valfrjálsu bókuninni og að kæruleiðir innanlands hafi verið tæmdar. Ísland hefur hvorki undirritað né fullgilt bókunina en Danmörk og Finnland eru einu Norðurlöndin sem hafa fullgilt bókunina. Hér er að finna nýjustu álit nefndarinnar í einstaklingsmálum en þau eru mikilvægur þáttur í að skýra nánar inntak Barnasáttmálans þar sem hægt er að yfirfæra réttindin á raunveruleg atvik.
Hægt er að lesa nýjustu álit Barnaréttarnefndarinnar hér.
CRC reporting - vefsíða tileinkuð skýrsluskilum til Barnaréttarnefndarinnar