Nefnd um réttindi barnsins í Genf

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna er staðsett í Genf og hefur eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans í aðildarríkjunum.

Aðildarríkin skila nefndinni reglulega skýrslu um framkvæmd Barnasáttmálans. Nefndin fer yfir skýrsluna og aflar frekari upplýsinga um ástand mála í viðkomandi ríki. Upplýsingar fær hún m.a. frá óháðum félaga- og mannréttindasamtökum. Umboðsmaður barna sendir nefndinni skýrslu. Í henni er fjallað um það hvað betur megi fara á Íslandi hvað varðar framkvæmd Barnasáttmálans.

Fulltrúar ríkjanna mæta svo á fund nefndarinnar, gera grein fyrir stöðu mála og svara spurningum og gagnrýni nefndarmanna. Nefndin leggur síðan fram álit sitt á því hvernig til hefur tekist með framkvæmd sáttmálans og setur fram ábendingar til aðildarríkisins um nauðsynlegar úrbætur. Aðildarríkjunum ber að birta skýrslur sínar og álit nefndarinnar opinberlega.

Skýrslur frá Íslandi til barnaréttar-nefndarinnar

Íslenska ríkið hefur skilað 6 skýrslum til nefndarinnar.

Fyrsta skýrsla Íslands. Gerð árið 1994. 

Önnur skýrsla Íslands. Gerð árið 2000. 

Þriðja og fjórða skýrsla Íslands. Gerð árið 2008 (PDF).

Fimmta og sjötta skýrsla Íslands. Gerð árið 2019.

Almennar athugasemdir barnaréttarnefndarinnar

Barnaréttarnefndin hefur gefið út nokkrar almennar athugasemdir (e. general comments) sem veita nánari upplýsingar um hvað felst í skyldum aðildarríkja Barnasáttmálans.

Hér má nálgast allar almennar athugasemdir barnaréttar-nefndarinnar.

Álit Barnaréttar-nefndarinnar í einstaklingsmálum gegn aðildarríkjum

Með þriðju valfrjálsu bókuninni var börnum og fulltrúum þeirra veitt kæruleið til Barnaréttar-nefndarinnar vegna brota aðildarríkja gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Skilyrði fyrir því er m.a. að aðildarríkið sem sé aðili að þriðju valfrjálsu bókuninni og að kæruleiðir innanlands hafi verið tæmdar. Ísland hefur hvorki undirritað né fullgilt bókunina en Danmörk og Finnland eru einu Norðurlöndin sem hafa gert það. Álit nefndarinnar í einstaklingsmálum eru mikilvægur þáttur í að skýra nánar inntak Barnasáttmálans.

Nýjustu álit Barnaréttar-nefndarinnar.

Gagnlegar vefsíður

Viðbætur við Barnasáttmálann

Ísland hefur fullgilt tvær valfrjálsar bókanir við Barnasáttmálann annars vegar um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám og hins vegar um þátttöku barna í vopnuðum átökum. Öðlaðist sú fyrrnefnda gildi 18. janúar 2002 og sú síðarnefnda 12. febrúar 2002. Við lögfestingu Barnasáttmálans í febrúar 2013 voru þessar bókanir einnig lögfestar.

Hér eru auglýsingar og skýrslur um þessar bókanir:



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica