Breytt skólahald
Skólar landsins starfa nú samkvæmt viðbragðáætlunum sínum og fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna. Grunn- og leikskólar mega vera opnir en aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nemendur eiga að vera í sem minnstum hópum og aldrei fleiri en 20 í sömu stofu. Aðskilja á hópa þannig að nemendur blandist ekki á milli þeirra. Hópar sem eru saman í skólastofu mega því ekki hitta aðra hópa t.d. í matartíma eða frímínútum. Einnig þarf að passa upp á að byggingar séu þrifnar og sótthreinsaðar eftir hvern dag.
Leik- og grunnskólar byrja með hefðbundnu sniði
Starfsemi grunn- og leikskóla hefjast 4. maí með hefðbundnu skólastarfi. Fjarlægðar- og fjöldatakmörk eiga ekki við nemendur en eiga þó ennþá við um foreldra og kennara. Þá hefst starfsemi frístundaheimila, félagsmiðstöðva og einnig hefjast tómstundir og íþróttir fyrir börn aftur eftir gott hlé. Sjá auglýsingu frá stjórnvöldum, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Af hverju er leik- og grunnskólum ekki lokað líkt og framhaldsskólum og háskólum?
Börn og ungmenni eru talin vera í minni hættu á því að fá alvarleg einkenni vegna kórónuveirunnar og þau verða sjaldan eins veik og fullorðið fólk. Að auki eru nemendur sem eldri eru í betri aðstöðu til þess að sinna námi sínu með því að fá fjarkennslu en þeir yngri. Að auki eru nemendur sem eldri eru í betri aðstöðu til þess að sinna námi sínu með því að fá fjarkennslu en þeir yngri. Mikilvægt er að hafa í huga að börn eiga enn rétt á menntun og stjórnvöldum ber að tryggja þann rétt barna sbr. 13. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 28. gr. laga nr. 19/2013 um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til þess að sinna námi sínu, þó svo að fyrirkomulag námsins muni breytast aðeins tímabundið.
Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til þess að sinna námi sínu, þó svo að fyrirkomulag námsins muni breytast aðeins tímabundið.
Fjarkennsla
Skólastarf mun halda áfram þó svo að kennsluaðferðir og námsmat verði með öðrum hætti. Hver og einn skóli útfærir hvernig nám og námsmat mun vera framkvæmt. Dæmi eru um að grunnskólanemendur, sérstaklega á efri stigum, fái fjarkennslu í gegnum tölvuna heima. Þá sendir kennarinn út tíma í gegnum forrit og nemendum gefst þannig kostur á að hlýða á kennaran og spyrja spurninga. Nemendur eiga síðan að leysa verkefni og skila þeim inn með rafrænum hætti. Mismunandi er eftir skólum hvernig kennslu er háttað, sumir skólar bjóða upp á einhverja tíma í skólanum, sumir í nokkra klukkutíma daglega og sumir skólar hafa fært alla kennslu á netið.
Íþróttastarf
Skipulagt íþróttastarf á ekki að fara fram á meðan á samkomubanninu stendur en það er gert til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þess vegna verða hvorki æfingar né íþróttaviðburðir á meðan á samkomubanni stendur.
Vinir
Skólar og leikskólar hafa margir hverjir skipt börnum upp í nokkra hópa, hver hópur umgengst eingöngu börn úr sínum hóp í skólanum. Þetta er gert til þess að sporna við smitum af völdum kórónuveirunnar. Það er því mikilvægt að skólafélagar sem eru ekki í sama hópi í skólanum séu ekki að umgangast utan skóla. Þess vegna geta börn ekki fengið að leika við alla vini sína á meðan á samkomubanninu stendur. Foreldrar eiga líka að draga úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma.
Aðstoð við að læra heima
Það er til mikið af efni sem er ætlað að styðja við nám barna. Á meðan skólahald er takmarkað getur verið gagnlegt að nýta sér þá aðstoð sem er í boði á netinu.
Hvenær verður skólinn aftur venjulegur?
Það eru eflaust mörg börn sem velta fyrir sér hvenær skólinn verður aftur venjulegur. Þann 14. apríl 2020 var tilkynnt á fréttamannafundi hjá ríkisstjórninni að það samkomubann sem hefur verið í gildi frá 13. mars yrði aflétt í nokkrum skrefum og að skólahald yrði aftur nokkurn veginn eins og það á að vera frá og með 4. maí næstkomandi. Hins vegar þarf enn að passa upp á að þvo sér vel um hendur og að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum.Hér má finna fjölbreytt úrval af vefsíðum sem geta komið að góðum notuð.
Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla
Náms- og starfsval/Stefnan sett
Stærðfræðivefur
Fræðslugátt
Gagnabanki
Hugmyndabanki
Unglingavefir
Krakkavefir
Fingrasetning
Íslensk orðabók
Kahoot
Betra nám
- Til baka á upplýsingasíðu um Covid-19
- Hvað er kórónuveira?
- Afþreying á tímum kórónuveirunnar
- Upplýsingar fyrir foreldra