Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en var ekki afgreitt. Það er nú endurflutt óbreytt að undanskilinni 4. gr. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. okbóer 2012. Umsögnin er í raun ítrekun á umsögn umboðsmanns frá 23. mars 2012.

Sjá nánar

Frumvarp til umferðarlaga, 179. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til umferðarlaga, 179. mál. Málið var sent til umsagnar á 138. og 139. þingi en nefndin lauk ekki umfjöllun um það en ákveðið var að gefa þeim aðilum, sem sendu athugasemdir þá, kost á að senda viðbótar umsögn um málið. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína með bréfi dags. 23. október.

Sjá nánar