Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum, 557. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 31. maí 2010.
Heilbrigðisnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, 495. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður í bréfi dags. 5. maí 2010.