Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum, 557. mál - Viðbót við umsögn

Hinn 15. nóvember fór umboðsmaður barna á fund Félags- og tryggingamálanefndar til að ræða frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Í framhaldi af fundinum sendi umboðsmaður bréf til nefndarinnar, dags. 23. nóvember 2010, þar sem hann lýsir hugmyndum sínum um málefni barna sem brotið hafa af sér.

Sjá nánar

Drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vakti í ágúst athygli á að drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla væru aðgengileg á vef ráðuneytisins. Umboðsmaður barna veitti umsögn sína í tölvupósti dags. 4. október 2010.

Sjá nánar

Reglugerð um ábyrgð nemenda samkvæmt 14. gr. grunnskólalaga

Á fundi umboðsmanns barna með fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 15. mars 2010 var rætt um væntanlega reglugerð um ábyrgð nemenda, sbr. 6. mgr. 14. gr. laga um grunnskóla  nr. 91/2008. Til að koma frekari ábendingum á framfæri við ráðuneytið skrifaði umboðsmaður bréf, dags. 8. apríl 2010.

Sjá nánar

Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni

Vegna útkomu skýrslu um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem send var út með fréttatilkynningu 3/2010 frá fjármálaráðuneytinu hinn 28. janúar 2010 vildi umboðsmaður barna koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður í bréfi dags. 12. febrúar 2010.

Sjá nánar