Upplýsingar um bið eftir þjónustu

  • Marcus-wallis-MTeZ5FmCGCU-unsplash

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna í samvinnu við ýmsa aðila. 

Umboðsmaður barna birtir nú í sjötta sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu.

Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður barna, frá því í desember 2021, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni. Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni.

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari innleiðingu Barnasáttmálans.

Skýrsla um samanburð á milli ára - útgefin 26. febrúar 2024.

Bið eftir þjónustu

Tölur uppfærðar 9. september 2024. 

Barna- og fjölskyldustofa (áður barnaverndarstofa)

Tölur frá 01.09.2024 Fjöldi barna Meðalbiðtími (dagar)

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði

Stuðlar, meðferðardeild1 5 53 0
Stuðlar, neyðarvistum2 0 0 0
MST3
24 89 3
Styrkt fóstur4 6 59
 Lækjarbakki5 2 63 0
 Bjargey6 1 34 0
 SÓK7 0 0

BOFS-fjoldi-barna

 

BOFS-medalbidtimi

Meðaltími frá umsókn að innskrift, frá 1. febrúar 2023 til 31. ágúst 2023 var 54 dagur (12 börn, þar af voru 2 börn sem biðu lengur en 3 mánuði á tímabilinu). Dagsetning umsóknar miðast við frá því að umsókn berst með öllum nauðsynlegum fylgigögnum. Umsóknir eru teknar fyrir á vikulegum samráðsfundum. Í einhverjum tilfellum er óskað eftir ákveðnum innskriftardögum, ekki fyrsta mögulega degi.

Rýmum á lokaðri deild Stuðla var fjölgað undir lok ársins 2018 úr 6 í 8 til að bregðast við endurteknum frávísunum vegna plássleysis. Síðan þá hefur engum börnum verið vísað frá lokaðri deild Stuðla.

Miðað er við frá því umsókn berst Barna- og fjölskyldustofu. Meðalbiðtími í málum sem hófu meðferð frá 1. febrúar 2024 til 30.ágúst 2024, voru 75 dagar. Af 82 málum sem hófu meðferð á tímabilinu, biðu 27 börn lengur en 3 mánuði eftir þjónustu. Vert er að nefna að biðtími getur lengst í sumum málum þar sem umsókn berst að vori og meðferð hefst ekki fyrr en að hausti, t.d. þar sem skólavandi er mikill og í samráði við fjölskylduna talið betra að hefja meðferð þegar skólinn er opinn. Í einstaka tilvikum getur lengd biðtíma orsakast af aðstæðum hjá fjölskyldum þar sem óskað er eftir því að beðið sé með að meðferð hefjist. Þegar umsókn berst um MST þurfa teymisstjórar að fara ásamt starfsmanni barnaverndarþjónustu í heimsókn til fjölskyldu til að kynna MST og meta nánar vanda barns út frá viðmiðum MST. Tími frá því umsókn berst og að umsókn er samþykkt er að meðaltali 32 dagar. Í MST starfa 3 teymi með fjórum meðferðaraðilum hvert. Teymin geta haft um 48-60 mál í meðferð hverju sinni fyrir utan sumarleyfistímann. Umsóknir sem koma inn að vori gætu þurft að bíða lengur. Meðferðartíminn í MST er að jafnaði 3-5 mánuðir, meðalmeðferðartími í MST hefur verið um 4 mánuðir.

Frá 1. febrúar til 1. september 2024, bárust alls 44 umsóknir um styrkt fóstur, þar af voru 36 umsóknir samþykktar, en öðrum ýmist synjað eða dregnar til baka. Börn á biðlista eftir fósturheimili eru sex og er meðaltímalengd á biðlistanum 59 dagar. Á tímabilinu hefur meðalbiðtími mála frá umsókn þar til barn fer á fósturheimili verið 25 dagar en 20 dagar frá því að umsókn er samþykkt. Þá er mikilvægt að árétta að ekki er um eiginlega biðlista að ræða í styrktu fóstri. Ferlið fer þannig fram að sótt er um styrkt fóstur og þá hefst vinna við að finna fósturforeldra sem henta þörfum barnsins.

Meðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað eins og er vegna myglu og ekki hefur tekist að finna úrræðinu nýtt húsnæði. Tvö börn eru á bið eftir meðferð á Lækjarbakka og eru þau nú vistuð á Stuðlum þar til húsnæðisvandi leysist.

6 Á tímabilinu 1. febrúar til 1. september 2024 bárust alls 7 umsóknir. Á tímabilinu var meðal biðtími frá því að fullbúin umsókn barst og þar til hún var samþykkt 49 dagar, eða á bilinu 0-125 dagar (1 útlagi þar sem biðtími er 125 dagar án hans er meðalbiðtími 35 dagar).

Sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar (SÓK) er úrræði Barna- og fjölskyldustofu fyrir börn allt að 18 ára aldri sem sýna óviðeigandi eða skaðlega kynhegðun. Þjónustan er í höndum teymis sálfræðinga sem sérhæfa sig á þessu sviði og hafa náið samstarf sín á milli. Ekkert barn bíður eftir samþykki umsóknar né að meðferð hefjist. Frá 1. febrúar til 1. september 2024 bárust 11 umsóknir. Meðalbiðtími frá því að umsókn barst þar til meðferð hófst var 41 dagur. Eitt barn beið í þrjá mánuði eftir að meðferð hæfist en ástæða þess var flutningar fjölskyldu en ekki bið eftir úrræðinu.

Nánari upplýsingar um Barna- og fjölskyldustofu.

Barnahús

Uppfært 9. september 2024: Nýjar tölur um Barnahús hafa ekki borist til umboðsmanns barna.

Febrúar 2024 Fjöldi barna Meðalbiðtími
(dagar)
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Skýrslutaka* 0 0 0
Könnunarviðtal** 0 1 - 14 0
Meðferð*** 7 0 0
Flokkur 1 5 27 0
Flokkur 2 2 47 0

* Þegar beiðni um skýrslutöku berst frá héraðsdómi er strax bókaður tími sem hentar. 

** Beiðnir eru teknar fyrir vikulega og í kjölfarið haft samband við barnarvernd og bókaður tími.
Bið í könnunarviðtal er í mesta lagi 2 vikur en alla jafna styttri. 

*** Brotin eru flokkuð eftir alvarleika, frá 1-2 þar sem stysta biðin er í flokki 1.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki er hægt að kalla fram upplýsingar úr gagnagrunni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hversu lengi börn sem eru sakborningar eða brotaþolar bíða eftir fyrsta viðtali en vonir standa til að það verði hægt innan tíðar. Upplýsingar í töflunni sýna bráðabirgðatölur um fjölda barna sem eru með stöðu sakbornings eða brotaþola í kynferðisbrota- og ofbeldismálum eftir árum. 

*Tölurnar eru til og með 30. júní 2024.

Sakborningar - ólögráða

   2024* 2023 2022  2021 2020 2019   2018  2017 2016 2015 
Kynferðisbrot 13 19 20 21 20 16 14 17
Ofbeldisbrot 79  121 127 116 102 94 100 97 75 74

Sakborningar, tölur birtar í september

Brotaþolar - ólögráða

  2024*   2023 2022 2021 2020 2019 2018 2017 2016  2015
Kynferðisbrot  40 77 88 162 66 90 53 45 74 67
Ofbeldisbrot 63  123 116 135 104 110 95 105 87 111 

Brotaþolar, tölur birtar í september

Vefsíða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Geðheilsumiðstöð barna (áður Þroska- og hegðunarstöð) 

 GMB teymi - tölur frá 23.08.2024 Fjöldi barna  Meðalbiðtími í mánuðum  Börn sem hafa beðið í 3+ mánuði
 Athugun vegna gruns um ADHD og athugun vegna gruns um ADHD og einhverfu  1124  24  966
 Athugun vegna gruns um einhverfu 615 34 541
 Mat og ráðgjöf læknis 282 10 201
 Ráðgjafar- og meðferðarteymi 31 5 13
 Fjölskylduteymi 0-5 ára 32 4 6
 Heildarfjöldi á biðlista 2020   1727

Ath: Barn getur verið á bið í fleiru en einu teymi og því er samanlagður fjöldi beiðna í teymum hærri en heildarfjöldi barna á bið.

Gmb-heildarfjoldi-sept24

Gmb-bedid-3man

Nánari upplýsingar um Geðheilsumiðstöð barna.

Ráðgjafar- og greiningarstöð

  Fjöldi barna á bið eftir þverfaglegri greiningu Meðalbiðtími (mánuðir) 

Fjöldi barna á bið eftir fyrstu aðkomu ráðgjafa

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Yngri barna-svið 381 22,8 0* 333
Eldri barna-svið 245 21 18

220

* breytt verklag, óska þarf sérstaklega eftir ráðgjöf.

Rgs-yngri-barna-svid-sept24

RGR eldri barna svið

Rgs-medalbidtimi-sept24

Nánari upplýsingar um Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL)

Febrúar 2023 Fjöldi barna  Meðalbiðtími - mánuðir Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði 
Göngudeild A og B teymi 43 1,8 8

Þar af transteymi BUGL

4 - 0
Átröskunarteymi BUGL  3 -

BUGL-heildarfjoldi-sept24

BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Uppfært 9. september 2024: Nýjar tölur hafa ekki borist frá Sýslumanni.

Mál er varða hag barna, barn ekki aðili máls.

Á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu (SMH) eru m.a. meðhöndluð erindi foreldra er varða framfærslu barna, umgengni, sambúðarslit, skilnað, skipta búsetu, forsjá, lögheimili eða utanlandsferð. Við meðferð slíkra mála kann að reyna á sáttameðferð, ráðgjöf og fleiri úrræði samkvæmt barnalögum. Þá eru einnig meðhöndluð mál sem varða hagsmuni barna á grundvelli ættleiðingarlaga og lögræðislaga.

Mál hjá SMH á grundvelli barnalaga eða hjúskaparlaga, sem hafa stofnast en bíða meðferðar, þar sem aðilar máls eiga barn eða börn sem erindi foreldra varðar eru eftirfarandi:

  Fjöldi mála er bíður meðferðar  Fjöldi barna

Meðalbiðtími í mánuðum

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði 
Mál SMH á grundvelli barnalaga og hjúskaparlaga 442 391 4,5 178
Mál SMH á grundvelli ættleiðingarlaga 2 2 1 0

Mál SMH á grundvelli lögræðislaga

21 21 1 0
Sáttameðferð (allir sýslumenn) 108 150 3,5 24
Önnur mál sérfræðinga skv. barnalögum (allir sýslumenn) 4 6 0,5 2

Bið barna eftir þjónustu:

  • Samkvæmt 46. gr. b barnalaga 76/2003 ber sýslumanni að bregðast við ef barn missir foreldri sitt. Ber sýslumanni að kanna tengsl barns við vandamenn, veita barni og forsjáraðila tækifæri til að mæta á fund sýslumanns og veita leiðbeiningar um umgengnisrétt. Ákvæði þetta kom inn í barnalög með l. 50/2019 en ekki fylgdi fjármagn með verkefninu. Í reglugerð 1450/2021 sem tók gildi 1.1.2022 voru settar reglur um framkvæmd þjónustunnar. Mál á grundvelli 46. gr. b sem bíða meðferðar hjá SMH eru hér að neðan:

  • Samkvæmt 74. gr. barnalaga 76/2003 getur sýslumaður óskað eftir því við sérfræðing að taka viðtal við barn og gera um það skýrslu. Fjöldi slíkra beiðna og staða mála á bið eru hér að neðan. Það skal tekið fram að hér er um að ræða mál alls landsins. Biðtími er talinn frá því að mál stofnast og þar til það er tekið til meðferðar.

  • Samkvæmt 33. gr. b barnalaga 76/2003 getur barn óskað þess að sýslumaður bjóði foreldrum samtal um fyrirkomulag forsjár, lögheimlis búsetu og umgengni. 

  Fjöldi mála er bíður meðferðar Fjöldi barna

Meðalbiðtími í mánuðum

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Mál skv. 46. gr. b. barna-laga 0 0 0 0
Viðtal við barn
skv. 74. gr. barnalaga
0 0 0,5 0
Samtal að frumkvæði barns, 33. gr. barnalaga  0  0  0  0

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu

Bið eftir þjónustu sálfræðinga hjá heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins.

  Fjöldi barna

Meðalbiðtími, dagar Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga 209 203 154

Fjoldi-barna-a-bid-eftir-barnasalfraedingi-hja-heilsugaeslustod-sept24

Medalbidtimi-eftir-barnasalfraedingi-sept24

Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins

  Fjöldi barna Meðalbiðtími, mánuðir Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Börn í bið eftir þjónustu Heilsuskólans 100 12
  • 84

Heilsuskolinn-sept24

Heilsuskolinn-medalbidtimi-sept24

  • Í Heilsuskólanum er fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma (upplýsingar teknar frá vefsíðu Heilsuskólans).

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands - HTÍ

HTI-born-a-bid-sept24

HTI-medalbidtimi-sept24

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Talmeinafræðingar

  • Biðlistar talmeinafræðinga eru ekki samræmdir en Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna á bið hjá talmeinafræðingum í desember 2021 að beiðni heilbrigðisráðuneytisins.
  •  Flest börn á biðlistum höfðu beðið í 0-6 mánuði (30%) en um 11% höfðu verið á biðlista lengur en 2 ár, sjá neðangreinda töflu.
Desember 2021 Fjöldi barna

Fjöldi barna skráð á
fleiri en einum stað
Börn í bið eftir
þjónustu talmeinafræðinga
3701 947
Biðtími Hlutfall
0-6 mánuðir 30%
7-12 mánuðir 29%
13-18 mánuðir 17%
19-24 mánuðir 12%
Lengur en 2 ár 11%

 

 

 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica