Mat á því sem er barni fyrir bestu
Til þess að uppfylla skilyrði barnasáttmálans þarf að leggja mat á það sem barni er fyrir bestu, áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn, með beinum eða óbeinum hætti. Eftirfarandi leiðbeiningar fjalla um framkvæmd matsins og mismunandi þætti þess.
Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar taka á ákvarðanir eða gera ráðstafanir sem varða börn. Til þess að vita hvað sé barni fyrir bestu þarf að framkvæma formlegt mat á bestu hagsmunum barna. Slíkt mat á að framkvæma, óháð því hvort áhrifin á börn eru bein eða óbein t.d. ef til stendur að vinna drög að frumvarpi eða reglugerð eða setja á fram leiðbeiningar í málaflokki sem gæti haft áhrif á börn.
Hversu ítarlegt matið á að vera fer eftir eðli máls hverju sinni. Matið fer fram í skrefum, en vægi hvers og eins skrefs getur verið mismunandi og fer það eftir eðli og umfangi viðkomandi máls og hversu miklum áhrifum á börn má gera ráð fyrir. Eftir því sem áhrifin á börn eru meiri þarf matið að vera umfangsmeira.
Þátttaka barna og gagnaöflun eru tveir meginþættir sem ávallt þarf að taka mið af þegar framkvæma á mat á bestu hagsmunum barna.
Þegar aðgerð snertir börn með almennum hætti
Þegar áhrifin á börn eru almenn, eins og t.d. við setningu laga, og reglugerða, mótun stefnu, eða við gerð aðgerða- eða framkvæmdaáætlana.
Þegar málið snertir einstök börn eða afmarkaða hópa barna
Þegar ákvarðanir eða aðgerðir varða einstök börn eða afmarkaða hópa barna.