Starfsfólk
Embætti umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið. Umboðsmaður barna veitir embættinu forstöðu en undir honum starfa fjórir starfsmenn.
Salvör Nordal er umboðsmaður barna og tók hún við embættinu þann 1. júlí 2017 og var endurskipuð til fimm ára þann 1. júlí 2022.
Forsætisráðherra skipar umboðsmann barna til fimm ára í senn skv. 2. gr. laga um umboðsmann barna nr. 83/1994. Næst verður skipað í embætti umboðsmanns barna sumarið 2027.
Starfsfólk hjá embætti umboðsmanns barna
- Salvör Nordal (hún/she), umboðsmaður barna
- Eðvald Einar Stefánsson (hann/he), sérfræðingur
- Sigurveig Þórhallsdóttir (hún/she), lögfræðingur
- Hafdís Una Guðnýjardóttir (hún/she), lögfræðingur
- Guðlaug Edda Hannesdóttir (hún/she), sérfræðingur
Laus störf
Öll laus störf eru auglýst á starfatorgi en háskólanemum stendur til boða ólaunað starfsnám hjá embættinu í samstarfi við viðkomandi skóla.