Vilt þú vera í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna?

Ef þú ert á aldrinum 12 - 17 ára og vilt vinna að mannréttindum barna og ungmenna þá gæti ráðgjafarhópurinn verið góður kostur fyrir þig.

Hópurinn hittist einu sinni til tvisvar í mánuði. Á fundum tölum við um mikilvæg mál sem koma okkur og öðru ungu fólki við. 

Vilt þú skrá þig í ráðgjafarhópinn?

Ef þú ert á aldrinum 12 - 17 ára og vilt taka þátt í starfi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna þá getur þú skráð þig með því að ýta á hlekkinn hér fyrir neðan. 

Við leitum að fjölbreyttum hópi ungs fólks til þess að vinna að mannréttindum barna og ungmenna á Íslandi.

Hvað gerir ráðgjafarhópurinn?

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna er ráðgefandi aðili fyrir umboðsmann barna um þau málefni sem snúa að börnum og ungmennum í íslensku samfélagi.

Hvað gerir umboðsmaður barna?

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður allra barna á Íslandi frá aldrinum 0-18 ára. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra.

Það er mikilvægt fyrir umboðsmanninn að heyra reglulega í börnum og vinna út frá þeirra sjónarmiðum.

Hver eru helstu hlutverk ráðgjafarhópsins?

  • Vera ráðgefandi fyrir umboðsmann barna í málum sem varða réttindi og hagsmuni barna og ungmenna. 
  • Taka þátt í verkefnum í samstarfi við starfsmenn embættisins ef tími og aðstæður ráðgjafa leyfa.
  • Vinna að verkefnum sem stuðla að vitundarvakningu barna og ungmenna um réttindi þeirra.
  • Sitja fundi og ráðstefnur með sérfræðingum, ráðamönnum og þingnefndum.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna er vettvangur þar sem ungt fólk kemur saman til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og fær tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni sem skipta þau máli í samfélaginu.



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica