Hagnýt ráð þegar ungmenni eru boðuð á fund
Ráðgjafarhópurinn sendir þessi skilaboð þegar ungmenni eru boðuð á fund.
- Boða fundi á hentugum tíma fyrir ungmenni.
- Ef fundur er á skólatíma þarf að senda staðfestingu á skóla viðkomandi ungmenna sem boðaðir eru á fundinn.
- Ráðamenn eiga að vera opnir fyrir hugmyndum og skoðunum ungmenna.
- Í fundardagskrá sé gert ráð fyrir umræðu um málefni fundarins.
- Ráðamenn skulu ávallt vera kurteisir og hlusta á ungmenni fundarins og forðast það að grípa fram í.
- Mikilvægt er að ráðamenn gefi ungmennum skýr svör og forðist endurtekningar.
- Nýta á þær upplýsingar sem ungmennin veita.
- Mikilvægt er að láta ungmennin vita um hvað sé gert við niðurstöður fundarins.
- Ekki segjast ætla að bjóða tilteknum hópi aftur og standa svo ekki við það.
- Tala við ungmenni sem jafningja, ekki við þau fullorðnu og þið ungmennin.