Framkvæmd mats á því sem barni er fyrir bestu og taka ákvörðunar

Framkvæmd matsins

Það er brýnt að skrá upplýsingar um framkvæmd matsins í gögn málsins þannig að unnt sé að leggja mat á ákvörðunina til að sannreyna að það sem barni er fyrir bestu sé meðal þeirra atriða sem litið hafi verið til.

Sé ákvörðun tekin sem byggir á öðrum hagsmunum en hagsmunum barna ber að greina frá því sem og þeim mótvægisaðgerðum sem ætlunin er að grípa til í því skyni að vega á móti mögulegum neikvæðum áhrifum á börn. Það er nauðsynlegt að skrá ferli ákvörðunar þannig að unnt sé að leggja mat á það hvernig og með hvaða hætti tekið var tillit til réttinda barna.

Gátlisti

  • Hvað leiðir matið í ljós að er barninu eða börnunum fyrir bestu og hvaða vægi höfðu þeir hagsmunir gagnvart öðrum hagsmunum?

  • Er niðurstaða málsins í samræmi við það sem börnum er fyrir bestu?

  • Voru aðrir hagsmunir ráðandi við töku ákvörðunarinnar og er greint frá því í gögnum málsins sem og þeim mótvægisaðgerðum sem grípa á til?


Taka ákvörðunar

Í einhverjum tilvikum er það ekki sami aðilinn sem leggur mat á það sem barni er fyrir bestu og sem tekur ákvörðun í málinu. Það er því á ábyrgð þess sem tekur ákvörðun að sjá til þess að matið á því sem barni er fyrir bestu sé framkvæmd af aðila sem er til þess bæ, áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Gátlisti fyrir töku ákvarðana

  • Liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um áhrif málsins á barnið eða börnin?

  • Er búið að ganga úr skugga um það hvaða greinar Barnasáttmálans koma til álita í málinu?

  • Hvaða gagnreyndu þekkingu og niðurstöður rannsókna má nýta til að bæta gæði ákvörðunarinnar sem til stendur að taka?

  • Er búið að staðreyna hvaða regluverk tekur til málefnisins.



Næsti kafli - Eftirfylgni og upplýsingagjöf til þeirra sem aðkomu höfðu að málinu

Til baka á efnisyfirlit


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica