Eftirfylgni og upplýsingagjöf til þeirra sem aðkomu höfðu að málinu

Eftirfylgni og upplýsingagjöf til barna

Þegar ákvörðun í málinu liggur fyrir er nauðsynlegt að barnið fái upplýsingar um það hvernig litið var til bestu hagsmuna þess. Huga þarf að því að aðlaga upplýsingarnar að barninu þannig að það skilji á hverju ákvörðunin byggir, hvaða áhrif hún hefur og hverjar verða afleiðingarnar fyrir það.

Hér má lesa meira um það hverju ber að huga að þegar verið er að aðlaga upplýsingar að börnum.

Hér má lesa meira um það hvernig hægt er að búa til góðar forsendur fyrir því að eiga samtal við börn.

Gátlisti

  • Hefur það verið skráð í gögn málsins hvernig á að tryggja eftirfylgni og upplýsingagjöf til barnsins sem um ræðir?


Fylgja þarf eftir áhrifum ákvörðunarinnar

Hluti af eftirfylgni ákvörðunar er að leggja mat á það hvaða áhrif barnið hefur orðið fyrir í raun og veru. Það sem barni er fyrir bestu er hugtak sem tekur stöðugum breytingum í takt við samfélagslegar breytingar og aukna þekkingu á hagsmunum, þörfum og réttindum barna. Það þýðir að ákvörðun sem grundvallast á mati á því sem barni er fyrir bestu þarf því að fá rýni og jafnvel endurskoðun eftir atvikum.

Gátlisti

  • Hafa sjónarmið barnsins sem um ræðir verið skráð í gögn málsins?

  • Er til áætlun um það hvernig fylgja á málinu eftir og ef svo er, gerir sú áætlun ráð fyrir því að mat verði lagt á raunveruleg áhrif á réttindi barna?


Endurskoðun ákvörðunar

Ákvarðanir sem varða t.d. vistun barna eða hagi þeirra að öðru leyti, eru þess eðlis að þær þarf að endurskoða reglulega og taka ber sérstakt tillit til aldurs barnsins, þroska og möguleika þess á því að koma skoðunum sínum á framfæri.

Ef til stendur að endurskoða slíka ákvörðun, á að upplýsa barnið og forsjáraðila þess, á barnvænu og auðskildu máli.


Til baka á efnisyfirlit

Þegar aðgerð snertir börn með almennum hætti ...

Þegar áhrifin á börn eru almenn, eins og t.d. við setningu laga, og reglugerða, mótun stefnu, eða við gerð aðgerða- eða framkvæmdaáætlana.

Sjá nánar




Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica