Vinnustofa haldin um málefni barna sem glíma við neysluvanda
Málefni barna sem glíma við neysluvanda
Nýlega efndi velferðarráðuneytið til vinnustofu um málefni barna og ungmenna sem glíma við neysluvanda. Ráðuneytið boðaði til fundar þá sem helst koma að málefnum þessa hóps.
Markmiðið með vinnustofunni var að ræða framtíðarfyrirkomulag áfengis- og vímuefnameðferðar fyrir börn og ungmenni, hvernig efla megi bráðaþjónustu við þennan hóp og tryggja samfellu í þjónustunni. Vinnustofan stóð í heilan dag þar sem fulltrúar frá Landspítala, Barnaverndarstofu, Umboðsmanni barna, Reykjavíkurborg, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Olnbogabörnum, SÁÁ, Embætti landlæknis og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu deildu þekkingu sinni og reynslu, ræddu hvað má betur fara og hvaða leiðir að bættu fyrirkomulagi séu æskilegar að þeirra mati.
Nánari upplýsingar um niðurstöður fundarins er að finna neðarlega í frétt velferðarráðuneytisins.
Mynd: Benjamin Suomela / Norden.org